Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 13:30 Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst. vísir/eyþór Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13
Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15