Everton tapaði 3-0 á móti Atalanta á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en í kvöld kemur Apollon Limassol í heimsókn á Goodison Park.
Það stefndi í fjórða deildartapið í röð um síðustu helgi þegar Everton var 1-0 undir á móti Bournemouth þegar aðeins tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Ronaldo Koeman ákvað þá að senda Oumar Niasse inn á sem varmann og það borgaði sig heldur betur. Oumar Niasse skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Everton langþráðan sigur.
Senegalski landsliðsmaðurinn má hinsvegar ekki spila á móti Apollon í kvöld og það er algjörlega Ronald Koeman sjálfum að kenna. BBC segir frá.
Koeman valdi hann nefnilega ekki í Evrópudeildarhópinn sinn og mun Oumar Niasse því ekki getað spilað Evrópuleiki liðsins í vetur.
„Við urðum að taka þessa ákvörðun fyrir löngu síðan. Þegar þessi ákvörðun var tekin var staðan allt önnur en núna,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn.
Ronald Koeman er líka án fleiri lykilmanna í þessum leik því varnarmennirnir öflugu Phil Jagielka og Michael Keane eru báðir meiddir og á meiðslalistanum eru ennþá miðjumaðurinn Ross Barkley (tognun aftan í læri), varnarmennirnir Ramiro Funes Mori (hné) og Seamus Coleman (fótbrot) og svo framherjinn Yannick Bolasie (hné).
