Miðflokkurinn líklegt nafn á nýjan flokk Sigmundar Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 16:36 Yngri bróðir Sigmundar Davíðs, Sigurbjörn Magnús, hefur tryggt sér lénið midflokkurinn.is Yngri bróðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, hefur tryggt sér lénið midflokkurinn.is. Áhugafólk um flokkspólitík lesa í það vísbendingar þess efnis að þar með liggi fyrir að nýr flokkur Sigmundar Davíðs muni bera þetta nafn. Nokkra athygli vakti, þegar Sigmundur Davíð greindi frá því að hann ætlaði að segja skilið við Framsóknarflokkinn en fara fram í komandi alþingiskosningum undir fána nýs framboðs, að hann auglýsti eftir nafni á hinn nýja flokk. „Erfiðast verður að velja nafn á framboðið. Allar hugmyndir eru vel þegnar.“Síðan hefur ríkt hálfgerð brandarakeppni á internetinu og gárungarnir hafa farið hamförum. Eins og sjá má meðal annars í athugasemdum á Facebook, við tilkynningu Sigmundar Davíðs. En, einnig eru fjöldi manna sem lýsa yfir eindregnum stuðningi við hinn nýja flokk. Víst er að menn þurfa að hafa hraðar hendur því korter er í kosningar. Kjördagur hefur verið settur 28. október. Sigurbjörn Magnús tryggði sér lénið í dag. Og á Twitter var í dag stofnaður reikningur undir þessu heiti. Þar undir er enn ekkert komið og ekki liggur fyrir hver stofnaði til þess reiknings. Miðflokkurinn er nafn sem ekki er úr lausu lofti gripið, til er flokkur í Noregi sem heitir Miðflokkurinn og það sem meira er, sá flokkur hefur verið sagður systurflokkur Framsóknarflokksins. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi hlaut sá flokkur 10,3 prósent atkvæða og situr nú í minnihluta með sína fulltrúa. Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Yngri bróðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, hefur tryggt sér lénið midflokkurinn.is. Áhugafólk um flokkspólitík lesa í það vísbendingar þess efnis að þar með liggi fyrir að nýr flokkur Sigmundar Davíðs muni bera þetta nafn. Nokkra athygli vakti, þegar Sigmundur Davíð greindi frá því að hann ætlaði að segja skilið við Framsóknarflokkinn en fara fram í komandi alþingiskosningum undir fána nýs framboðs, að hann auglýsti eftir nafni á hinn nýja flokk. „Erfiðast verður að velja nafn á framboðið. Allar hugmyndir eru vel þegnar.“Síðan hefur ríkt hálfgerð brandarakeppni á internetinu og gárungarnir hafa farið hamförum. Eins og sjá má meðal annars í athugasemdum á Facebook, við tilkynningu Sigmundar Davíðs. En, einnig eru fjöldi manna sem lýsa yfir eindregnum stuðningi við hinn nýja flokk. Víst er að menn þurfa að hafa hraðar hendur því korter er í kosningar. Kjördagur hefur verið settur 28. október. Sigurbjörn Magnús tryggði sér lénið í dag. Og á Twitter var í dag stofnaður reikningur undir þessu heiti. Þar undir er enn ekkert komið og ekki liggur fyrir hver stofnaði til þess reiknings. Miðflokkurinn er nafn sem ekki er úr lausu lofti gripið, til er flokkur í Noregi sem heitir Miðflokkurinn og það sem meira er, sá flokkur hefur verið sagður systurflokkur Framsóknarflokksins. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi hlaut sá flokkur 10,3 prósent atkvæða og situr nú í minnihluta með sína fulltrúa.
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira