Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Ritstjórn skrifar 22. september 2017 20:00 Vertu á fremsta bekk með Glamour! Íslenska fatamerkið Geysir frumsýnir nýja haust- og vetrarlínu sína með glæsibrag í Héðinshúsinu í kvöld. Sýningin verður á beinni hér á Glamour og hefst stundvíslega klukkan 20.30. Fatalínan verður svo komin í sölu í verslunum Geysis strax á morgun, laugardaginn 23. september. Eins og fyrri ár er þessi lína sjáðu núna- keyptu núna, en tískuheimurinn hefur hægt og rólega verið að færa sig yfir í það. Yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir og er þetta hennar fjórða lína fyrir fatamerkið. Erna nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Central Saint Martins í London. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim. Haustherferðin sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði mála Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá sýningunni, en útsendingin hefst kl. 20:00. Eftir að sýningu líkur verður hér hægt að horfa á myndbandið frá sýningunni. Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sonur Sofia Vergara gerist fyrirsæta Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Hedi Slimane kveður Saint Laurent Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour Gucci kemur með perlurnar aftur Glamour
Vertu á fremsta bekk með Glamour! Íslenska fatamerkið Geysir frumsýnir nýja haust- og vetrarlínu sína með glæsibrag í Héðinshúsinu í kvöld. Sýningin verður á beinni hér á Glamour og hefst stundvíslega klukkan 20.30. Fatalínan verður svo komin í sölu í verslunum Geysis strax á morgun, laugardaginn 23. september. Eins og fyrri ár er þessi lína sjáðu núna- keyptu núna, en tískuheimurinn hefur hægt og rólega verið að færa sig yfir í það. Yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir og er þetta hennar fjórða lína fyrir fatamerkið. Erna nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Central Saint Martins í London. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim. Haustherferðin sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði mála Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá sýningunni, en útsendingin hefst kl. 20:00. Eftir að sýningu líkur verður hér hægt að horfa á myndbandið frá sýningunni.
Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sonur Sofia Vergara gerist fyrirsæta Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour Adele er talin hafa gift sig í laumi Glamour Hedi Slimane kveður Saint Laurent Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour Gucci kemur með perlurnar aftur Glamour