Raul Mondesi, sem var valinn nýliði ársins í bandarísku hafnaboltadeildinni árið 1994, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir spillingu meðan hann var borgarstjóri í heimaborg sinni í Dóminíska lýðveldinu.
Mondesi spilaði með sjö liðum á 13 ára ferli í MLB-deildinni.
Eftir að ferlinum lauk fór Mondesi út í stjórnmál og varð borgarstjóri í San Cristobal 2010.
Hann gengdi embættinu í sex ár en eftir fyrsta árið í embættinu skipti hann um flokk.
Auk þess að vera dæmdur í átta ára fangelsi fyrir spillingu í starfi fékk Mondesi veglega sekt.
Fyrrverandi nýliði ársins dæmdur í átta ára fangelsi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



