Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Frá stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur á síðasta ári. vísir/stefán Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira