Menn eru nokkuð sniðhvassir þessa dagana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2017 10:00 Sölvi fiskaði orð upp úr fornritunum sem honum þóttu skemmtileg og eru dauð núna eða enn í málinu. Vísir/Anton Brink Mörg gleymd orð eru góð og mér finnst þau mættu alveg lifna aftur. Eitt af þeim er herneskja. Það ætti vel við núna þegar verið er að tala um herbúnað Norður-Kóreu. Herneskja er úr riddarasögu, riddarar áttu herneskju, brynju, hjálm, skjöld og sverð. Til var líka orðið barneskja sem orðið bernska útrýmdi. Orð sem eru mynduð eins og harðneskja í nútímamáli. Sniðhvass er gott orð, þýðir það sama og vígdjarfur eða herskár. Það passar nú aldeilis um pólitíkina núna, þar eru menn nokkuð sniðhvassir þessa dagana og nú er eftir að finna einhverja „sendilega“ til að fara í framboð, sendilegir eru þeir sem eru frambærilegir.“ Það er Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólameistari í Ármúla og Versló, sem hefur orðið. Ný bók er komin út eftir hann: Geymdur eða gleymdur orðaforði, sú fimmta sem hann skrifar í sama flokki – með fram öðrum störfum. „Ég byrjaði árið 1991 á bók sem heitir Íslensk orðtök með skýringum og dæmum úr daglegu máli. Í kjölfarið komu Íslenskir málshættir, svo Saga orðanna og árið 2015 gaf ég út Táknin í málinu. Samhliða þessu öllu dundaði ég við þá bók sem var að koma út núna. Las allar útgáfur Hins íslenska fornritafélags, Íslendingasögur, konungasögur, biskupasögur og fleira og fiskaði upp orð sem mér fannst skemmtileg og eru ýmist dauð núna eða enn í málinu.“Nýja bókin ætti að nýtast þeim sem vilja auðga mál sitt, að mati Sölva. „Fjölmiðlar eru dálítið grimmir í að gera einhver orð vinsæl. Nú þegar flestir eru farnir að vinna innanhúss talar fólk oft um snjóstorm. Það er bein þýðing úr erlendum málum en við eigum mörg orð meira lýsandi yfir slíkt veður, svo sem skafrenning, éljagang, snjókomu, byl, hríð, kafald og logndrífu,“ nefnir hann sem dæmi. Þrátt fyrir allt telur Sölvi íslenskt mál enn fjölbreytt. „Orðaforði þjóðar hlýtur alltaf að vera síbreytilegur af því fólk þarf að hafa orð yfir alla hluti sem það hefur í kringum sig. Enn lifir margt úr gamla málinu, þó að það fari minnkandi, en margt hefur líka bæst við með nýrri tækni, nýjum búsetuháttum og aðstæðum. Því held ég að íslenskan hafi aldrei verið notuð um fjölbreyttari svið en núna. Hins vegar hefur málið týnt mörgum af fallegum blæbrigðum sínum, því einstök orð vilja verða svo frek að þau útrýma öðrum.“ Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Mörg gleymd orð eru góð og mér finnst þau mættu alveg lifna aftur. Eitt af þeim er herneskja. Það ætti vel við núna þegar verið er að tala um herbúnað Norður-Kóreu. Herneskja er úr riddarasögu, riddarar áttu herneskju, brynju, hjálm, skjöld og sverð. Til var líka orðið barneskja sem orðið bernska útrýmdi. Orð sem eru mynduð eins og harðneskja í nútímamáli. Sniðhvass er gott orð, þýðir það sama og vígdjarfur eða herskár. Það passar nú aldeilis um pólitíkina núna, þar eru menn nokkuð sniðhvassir þessa dagana og nú er eftir að finna einhverja „sendilega“ til að fara í framboð, sendilegir eru þeir sem eru frambærilegir.“ Það er Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólameistari í Ármúla og Versló, sem hefur orðið. Ný bók er komin út eftir hann: Geymdur eða gleymdur orðaforði, sú fimmta sem hann skrifar í sama flokki – með fram öðrum störfum. „Ég byrjaði árið 1991 á bók sem heitir Íslensk orðtök með skýringum og dæmum úr daglegu máli. Í kjölfarið komu Íslenskir málshættir, svo Saga orðanna og árið 2015 gaf ég út Táknin í málinu. Samhliða þessu öllu dundaði ég við þá bók sem var að koma út núna. Las allar útgáfur Hins íslenska fornritafélags, Íslendingasögur, konungasögur, biskupasögur og fleira og fiskaði upp orð sem mér fannst skemmtileg og eru ýmist dauð núna eða enn í málinu.“Nýja bókin ætti að nýtast þeim sem vilja auðga mál sitt, að mati Sölva. „Fjölmiðlar eru dálítið grimmir í að gera einhver orð vinsæl. Nú þegar flestir eru farnir að vinna innanhúss talar fólk oft um snjóstorm. Það er bein þýðing úr erlendum málum en við eigum mörg orð meira lýsandi yfir slíkt veður, svo sem skafrenning, éljagang, snjókomu, byl, hríð, kafald og logndrífu,“ nefnir hann sem dæmi. Þrátt fyrir allt telur Sölvi íslenskt mál enn fjölbreytt. „Orðaforði þjóðar hlýtur alltaf að vera síbreytilegur af því fólk þarf að hafa orð yfir alla hluti sem það hefur í kringum sig. Enn lifir margt úr gamla málinu, þó að það fari minnkandi, en margt hefur líka bæst við með nýrri tækni, nýjum búsetuháttum og aðstæðum. Því held ég að íslenskan hafi aldrei verið notuð um fjölbreyttari svið en núna. Hins vegar hefur málið týnt mörgum af fallegum blæbrigðum sínum, því einstök orð vilja verða svo frek að þau útrýma öðrum.“
Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira