Versta martröð Shaka Hislop gæti orðið að veruleika komist Ísland á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2017 10:30 Shaka Hislop vill halda metinu "sínu“. Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta getur komist á HM í fótbolta í kvöld í fyrsta sinn í sögunni en strákarnir okkar mæta Kósóvó í lokaumferð undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli klukkan 18.45. Með sigri fær Ísland farseðilinn til Rússlands en liðið má tapa svo framarlega sem að Króatía og Úkraína gera jafntefli í sínum leik. Það er þó alltaf betra að vinna bara leikinn og hafa þetta öruggt. Takist Íslandi ætlunarverkið í kvöld verðum við minnsta þjóðin í sögunni sem kemst á HM í fótbolta en á Íslandi búa aðeins 340.000 manns. Ísland verður reyndar lang minnsta þjóðin sem hefur komist á HM því sú sem á metið núna er Trínidad og Tóbagó. Trínidad komst á HM 2006 í Þýskaland en þar búa 1,3 milljónir eða milljón fleiri en á Íslandi. Markvörður Tríndad á HM 2006, Shaka Hislop, sem spilaði með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, heldur svo sannarlega ekki með Íslandi í kvöld því hann vill halda metinu. Þegar íslenska liðið nálgaðist HM 2014 eftir frábæra undankeppni þar sem strákarnir okkar komust í umspil á móti Króatíu opinberaði Hislop, sem er fótboltasérfræðingur ESPN í dag, að hann vill ekki sjá Ísland á HM. „Ég vil alls ekki sjá neina þjóð bæta okkar met,“ sagði Hislop og varði svo undankeppnina í mið-Ameríku sem hann sagði vera álíka sterka og undankeppnina í Evrópu. „Það býr aðeins fjórðungur þeirra sem búa í heimalandi mínu á Íslandi. Ég er samt sem áður ekki sammála að undankeppnin í Evrópu sé eins góð og allir vilja meina. Ísland myndi ekki vinna t.d. Mexíkó,“ sagði Shaka Hislop.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00 Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00 Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira
Tólf sigrar og þrjú jafntefli í síðustu 15 heimaleikjum Íslenska karlalandsliðið hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013. 9. október 2017 07:00
Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum. 9. október 2017 06:00
Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið. 9. október 2017 06:30