Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 08:31 Spænski fáninn var áberandi á mótmælum gegn sjálfstæði Katalóníu á Kólumbusartorgi í Madrid í gær. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira