Argentínumenn í stórhættu á að missa af HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 10:30 Útlitið er ekki bjart fyrir Lionel Messi og félaga. Vísir/Getty Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Argentínska landsliðið er í sjötta sæti í undanriðli undankeppni HM í Suður-Ameríku fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli við Perú á heimavelli sínum í nótt. Argentína þarf að vinna lokaleikinn sinn á útivelli á móti Ekvador til að eiga möguleika á því að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Takist það ekki mun Argentína missa af HM en það hefur ekki gerst síðan á HM í Mexíkó 1970. Vinni argentínska landsliðið lokaleikinn sinn í Ekvador þá tryggir liðið sér umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi. Fjórar efstu þjóðirnar í Suður-Ameríku riðlinum komast beint inn á HM en liðið í fimmta sæti fer í umspilsleiki á móti Eyjaálfuþjóð. Lionel Messi var með argentínska landsliðinu í gær en það breytti ekki því að liðið skoraði ekki á heimavelli. Messi átti reyndar skot í stöngina í seinni hálfleik og fékk hrós frá þjálfaranum Jorge Sampaoli fyrir að gefa mikið af sér í leiknum. 49 þúsund manns mættu á leikinn á La Bombonera leikvanginn í Buenos Aries en gátu ekki öskrað sína menn til sigurs. Eftir leikinn eru einmitt Argentína og Perú jöfn að stigum (25) og markatalan er jöfn (+1) en lið Perú hefur skorað fleiri mörk og situr því í umræddu fimmta sæti. Argentínumenn eru í sjötta sæti og það sæti gefur ekki neitt. Það munar hinsvegar ekki miklu á liðunum og í raun aðeins fjórum stigum á liðunum í öðru og sjöunda sæti en Brasilíumenn eru á toppnum og komnir inn á HM. Úrúgvæ er í öðru sæti með 28 stig og Paragvæ er með 24 stig í sjöunda sætinu. Svo gæti því farið að sigur hjá Argentínumönnum í lokaleiknum gæti tryggt þeim eitt af fjórum öruggu sætunum á HM í Rússlandi. Leikurinn í Ekvador fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en hann er spilaður í 2900 metra hæð. Argentínumenn hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum þarna og gerðu jafntefli í þeim þriðja. Það má því vissulega hafa áhyggjur af Argentínumönnum sem mæta í þessar öfga aðstæður til að berjast fyrir sæti á HM í Rússlandi 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira