Helmingur vill spítala við Hringbraut Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2017 06:00 Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Vísir/Vilhelm Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Þá vill þriðjungur, eða 35 prósent, að hann verði á Vífilsstöðum en 14 prósent vilja að hann verði annars staðar. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir sem telja að hann eigi að vera annars staðar sögðu flestir að hann ætti að vera í Fossvogi, nokkrir sögðu að hann ætti að vera einhvers staðar annars staðar í Reykjavík en enn aðrir sögðu að hann ætti að vera í Garðabæ.Lilja Alfreðsdóttir.Áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum 2018 við byggingu nýs spítala og er fullnaðarhönnun vel á veg komin. Útboð vegna hönnunar á nýju rannsóknahúsi stendur yfir. „Nú líður senn að því að grunnteikningar meðferðarkjarnans, sem er nýi spítalinn, verði sendar til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umsagnar og samþykktar. Um er að ræða umfangsmikið verkefni, það stærsta á borði borgarinnar síðan Harpa var byggð,“ sagði Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður Nýja Landspítalans, í blaði um Hringbrautarverkefnið sem dreift var í gær. Stjórnmálamenn hafa haft ólíkar skoðanir á staðsetningu spítalans og hefur Framsóknarflokkurinn meðal annars gagnrýnt að reisa eigi spítalann við Hringbraut. „Ég tel að þessi staðsetning sem stjórnvöld eru búin að velja, séu hreinlega mistök,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Bylgjuna í fyrradag. Hún segir umferðaræðar miðsvæðis í borginni vera sprungnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að nýr Landspítali sé staðsettur? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 18 prósent sögðust óákveðin en 1 prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Þá vill þriðjungur, eða 35 prósent, að hann verði á Vífilsstöðum en 14 prósent vilja að hann verði annars staðar. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir sem telja að hann eigi að vera annars staðar sögðu flestir að hann ætti að vera í Fossvogi, nokkrir sögðu að hann ætti að vera einhvers staðar annars staðar í Reykjavík en enn aðrir sögðu að hann ætti að vera í Garðabæ.Lilja Alfreðsdóttir.Áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum 2018 við byggingu nýs spítala og er fullnaðarhönnun vel á veg komin. Útboð vegna hönnunar á nýju rannsóknahúsi stendur yfir. „Nú líður senn að því að grunnteikningar meðferðarkjarnans, sem er nýi spítalinn, verði sendar til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umsagnar og samþykktar. Um er að ræða umfangsmikið verkefni, það stærsta á borði borgarinnar síðan Harpa var byggð,“ sagði Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður Nýja Landspítalans, í blaði um Hringbrautarverkefnið sem dreift var í gær. Stjórnmálamenn hafa haft ólíkar skoðanir á staðsetningu spítalans og hefur Framsóknarflokkurinn meðal annars gagnrýnt að reisa eigi spítalann við Hringbraut. „Ég tel að þessi staðsetning sem stjórnvöld eru búin að velja, séu hreinlega mistök,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Bylgjuna í fyrradag. Hún segir umferðaræðar miðsvæðis í borginni vera sprungnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að nýr Landspítali sé staðsettur? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 18 prósent sögðust óákveðin en 1 prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira