Opnaði sýningarrými í íbúð afa síns eftir útskrift Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. október 2017 15:15 Freyja ásamt ömmu sinni Diddu fyrir framan Ekkisens en Didda býr á efri hæðinni. Vísir/Eyþór „Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“