Skóbúnaður fyrirsætnana vakti athygli þar sem þær þrömmuðu um pallana klæddar í strigaskó sem litu út fyrir að vera mjög þægilegir - enginn sem datt á þessum palli. Svo ef einhver hélt að strigaskótískan sem hefur tröllriðið öllu undanfarið væri á undanhaldi þá er heldur betur ekki svo.
Þessir skór eru í grófari kantinum og sóma sér vel við bæði lakkbuxur og síðkjóla.







