Baðar sig einu sinni í viku Ritstjórn skrifar 3. október 2017 10:00 Glamour/Getty Vivianne Westwood fer bara í bað einu sinni í viku og segir það vera lykillinn að unglegu útliti. Þetta sagði fatahönnuður frægi þegar hún var spurð að leyndarmálinu að bakvið geislandi útlitið af blaðamanni eftir sýningu hennar í París í vikunni. Westwood, sem er 76 ára gömul, sagði að fólk ætti að baða sig sjaldnar, og stökk kærasti fatahönnuðarins Andreas Kronthaler inn í viðtalið og sagði hana baða sig bara einu sinni í viku. „Þess vegna er hún svona geislandi,“ en hann bætti svo um betur og sagðist sjálfur ekki baða sig nema einu sinni í mánuði. Annað væri óþarfi. Westwood hefur löngum verið þekkt fyrir að vera umhverfisverndarsinni mikill, og má því mögulega rekja þessar baðvenjur hennar til þessa. Hún sat meðal annars fyrir í auglýsingaherferð fyrir PETA þar sem hún útskýrði ákvörðun sína að verða grænmetisæta meðal annars til þess hvað kjötframleiðsla eyðir miklu vatni. Andreas Kronthaler ásamt Vivianne Westwood eftir sýningu hennar í París. Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Falleg haustlína frá MAC Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Snjóhvít og íslensk rapparaúlpa Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Næring fyrir átökin Glamour Íslensk fyrirsæta í auglýsingaherferð Miu Miu Glamour Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour
Vivianne Westwood fer bara í bað einu sinni í viku og segir það vera lykillinn að unglegu útliti. Þetta sagði fatahönnuður frægi þegar hún var spurð að leyndarmálinu að bakvið geislandi útlitið af blaðamanni eftir sýningu hennar í París í vikunni. Westwood, sem er 76 ára gömul, sagði að fólk ætti að baða sig sjaldnar, og stökk kærasti fatahönnuðarins Andreas Kronthaler inn í viðtalið og sagði hana baða sig bara einu sinni í viku. „Þess vegna er hún svona geislandi,“ en hann bætti svo um betur og sagðist sjálfur ekki baða sig nema einu sinni í mánuði. Annað væri óþarfi. Westwood hefur löngum verið þekkt fyrir að vera umhverfisverndarsinni mikill, og má því mögulega rekja þessar baðvenjur hennar til þessa. Hún sat meðal annars fyrir í auglýsingaherferð fyrir PETA þar sem hún útskýrði ákvörðun sína að verða grænmetisæta meðal annars til þess hvað kjötframleiðsla eyðir miklu vatni. Andreas Kronthaler ásamt Vivianne Westwood eftir sýningu hennar í París.
Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Falleg haustlína frá MAC Glamour Jaden Smith auglýsir kvenlínu Louis Vuitton Glamour Snjóhvít og íslensk rapparaúlpa Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Næring fyrir átökin Glamour Íslensk fyrirsæta í auglýsingaherferð Miu Miu Glamour Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour