Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 15:30 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Guðni Bergsson formaður KSÍ og Dagur Eggertsson, borgarstjóri ætla að vinna saman í málefnum Laugardalsvallar. Vísir/Stefán Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira