Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 15:30 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Guðni Bergsson formaður KSÍ og Dagur Eggertsson, borgarstjóri ætla að vinna saman í málefnum Laugardalsvallar. Vísir/Stefán Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Íslenski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira