Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 15:30 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Guðni Bergsson formaður KSÍ og Dagur Eggertsson, borgarstjóri ætla að vinna saman í málefnum Laugardalsvallar. Vísir/Stefán Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira