Brasað með rokkhljóð og rúnakefli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2017 10:45 Hafdís verður með fleiri konum að spinna ull á baðstofulofti Árbæjarsafns á laugardaginn. Vísir/Stefán Við tökum að sjálfsögðu mið af umgjörðinni, hún er okkur áhrifavaldur,“ segir Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og ein þeirra sem standa að tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni. Þar verða engar aflífanir heldur er viðburðurinn á vegum S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20 og stendur fram á sunnudag. Hún er sú 8. í röðinni. Meðal atriða kvöldsins er sýning á fornu handverki strákanna í sjálfstjórnarhéraðinu Dráttarvél, það felst í geisladiskabrennslu og litþrykki Þyrnitúns-Sáms og annarra, Jón Guðmundsson leikur á spænskt langspil og Áki Ásgeirsson kveður upp úr rúnakefli Magnúsar Jenssonar. Um eigið framlag segir Hafdís að í kvöld klukkan 20 verði frumflutt tónlistarmyndband í Kornhúsinu sem hin finnska Lara Matikainen hafi gert fyrir hana við tónlist á nýútkominni plötu. „Á laugardaginn ætla ég að planta plötunni minni einhvers staðar þar sem fólk getur hlustað á hana í heyrnartólum í rólegheitum í gömlu húsi og þann dag ætla ég líka að vera í spunahópi kvenna með rokka og brasa svolítið með hljóðið. Við verðum undir súð í baðstofu gamla bæjarins, að sjálfsögðu.“ Dúó Harpverk verður með tónleika í Lækjargötuhúsinu annað kvöld klukkan 20 og efnisskráin er blönduð, að sögn Hafdísar. „Þar verða flutt gömul verk eftir okkur við texta úr ýmsum áttum. Á laugardaginn munu heyrast tónar úr hinum ýmsu kimum safnsins. Þá dreifir listafólkið sér og leikur fyrir almenna safngesti og alla sem eiga leið hjá. „Á Árbæjarsafni er einmitt oft opið hús um helgar þar sem fólk getur skottast um og séð og heyrt hitt og þetta, við yfirtökum það aðeins þessa helgi,“ segir Hafdís glaðlega. Hún nefnir óperu Guðmundar Steins, Einvaldsóð, sem flutt verður í gömlu Árbæjarkirkjunni klukkan 15. „Þar er takmarkaður sætafjöldi en óperan verður sýnd aftur á sunnudaginn á sama tíma,“ tekur hún fram. „Guðmundur hefur verið að grúska í gamalli íslenskri tónlist og kvæðum og byggir óperuna á texta eftir sr. Guðmund Erlendsson frá Felli í Sléttuhlíð frá 17. öld. Kvæðið segir sögu heimsins í 307 erindum. Þar er rýnt í sögu nokkurra einvelda sem innihalda sögur af dramblæti og hórdómi og því hvað veraldarhjólið er valt. Á laugardagskvöld verður svo klykkt út með píanótónleikum sem Tinna Þorsteinsdóttir er með klukkan 20, ásamt tónskáldi hátíðarinnar, Charles Ross.“ Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Við tökum að sjálfsögðu mið af umgjörðinni, hún er okkur áhrifavaldur,“ segir Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og ein þeirra sem standa að tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni. Þar verða engar aflífanir heldur er viðburðurinn á vegum S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20 og stendur fram á sunnudag. Hún er sú 8. í röðinni. Meðal atriða kvöldsins er sýning á fornu handverki strákanna í sjálfstjórnarhéraðinu Dráttarvél, það felst í geisladiskabrennslu og litþrykki Þyrnitúns-Sáms og annarra, Jón Guðmundsson leikur á spænskt langspil og Áki Ásgeirsson kveður upp úr rúnakefli Magnúsar Jenssonar. Um eigið framlag segir Hafdís að í kvöld klukkan 20 verði frumflutt tónlistarmyndband í Kornhúsinu sem hin finnska Lara Matikainen hafi gert fyrir hana við tónlist á nýútkominni plötu. „Á laugardaginn ætla ég að planta plötunni minni einhvers staðar þar sem fólk getur hlustað á hana í heyrnartólum í rólegheitum í gömlu húsi og þann dag ætla ég líka að vera í spunahópi kvenna með rokka og brasa svolítið með hljóðið. Við verðum undir súð í baðstofu gamla bæjarins, að sjálfsögðu.“ Dúó Harpverk verður með tónleika í Lækjargötuhúsinu annað kvöld klukkan 20 og efnisskráin er blönduð, að sögn Hafdísar. „Þar verða flutt gömul verk eftir okkur við texta úr ýmsum áttum. Á laugardaginn munu heyrast tónar úr hinum ýmsu kimum safnsins. Þá dreifir listafólkið sér og leikur fyrir almenna safngesti og alla sem eiga leið hjá. „Á Árbæjarsafni er einmitt oft opið hús um helgar þar sem fólk getur skottast um og séð og heyrt hitt og þetta, við yfirtökum það aðeins þessa helgi,“ segir Hafdís glaðlega. Hún nefnir óperu Guðmundar Steins, Einvaldsóð, sem flutt verður í gömlu Árbæjarkirkjunni klukkan 15. „Þar er takmarkaður sætafjöldi en óperan verður sýnd aftur á sunnudaginn á sama tíma,“ tekur hún fram. „Guðmundur hefur verið að grúska í gamalli íslenskri tónlist og kvæðum og byggir óperuna á texta eftir sr. Guðmund Erlendsson frá Felli í Sléttuhlíð frá 17. öld. Kvæðið segir sögu heimsins í 307 erindum. Þar er rýnt í sögu nokkurra einvelda sem innihalda sögur af dramblæti og hórdómi og því hvað veraldarhjólið er valt. Á laugardagskvöld verður svo klykkt út með píanótónleikum sem Tinna Þorsteinsdóttir er með klukkan 20, ásamt tónskáldi hátíðarinnar, Charles Ross.“
Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira