Vinnan á bak við stóru sigrana kostaði sitt en peningarnir komu margfalt til baka Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 11:30 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15