Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 15:01 Logi Bergmann hóf störf hjá Stöð 2 árið 2005. Lögbann hefur verið lagt á störf Loga Bergmann Eiðssonar hjá Árvakri og Símanum en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 telur Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365 en tilkynnt var um að Logi hefði hafið störf hjá Árvakri og Símanum í Morgunblaðinu þann 11. október síðastliðinn. Í tilkynningu 365 segir að Logi hafi sagt upp störfum tveimur dögum fyrr eða þann 9. október síðastliðinn. Sama dag fékk fyrirtækið vitneskju um að Logi hefði ráðið sig til starfa hjá Árvakri en tilkynningu 365 má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Mánudaginn 9. október síðastliðinn sagði Logi Bergmann Eiðsson upp störfum hjá 365. Sama dag barst 365 sú vitneskja að Logi Bergmann hefði ráðið sig fyrir uppsögnina til starfa hjá Árvakri hf. og Sjónvarpi Símans hf. Um það var tilkynnt með frétt í Morgunblaðinu 11. október síðastliðinn. Með þessu braut Logi freklega gegn skyldum sínum á grundvelli ráðningarsamnings við 365, sem kveður á um 12 mánaða uppsagnarfrest og 12 mánaða samkeppnisbann að honum loknum. 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. Af tillitsemi við Loga var krafa 365 sú að lögbanninu yrði afmarkaður tími til næstu 12 mánaða í stað 24 mánaða, eins og 365 hefði getað gert kröfu um á grundvelli starfssamnings Loga Bergmanns. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fallist á kröfu 365 og sett lögbann á störf Loga Bergmanns hjá Árvakri og Símanum til 31. október 2018. 365 mun í framhaldinu höfða staðfestingarmál á hendur Loga Bergmanni, eins og lög gera ráð fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Lögbann hefur verið lagt á störf Loga Bergmann Eiðssonar hjá Árvakri og Símanum en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 telur Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365 en tilkynnt var um að Logi hefði hafið störf hjá Árvakri og Símanum í Morgunblaðinu þann 11. október síðastliðinn. Í tilkynningu 365 segir að Logi hafi sagt upp störfum tveimur dögum fyrr eða þann 9. október síðastliðinn. Sama dag fékk fyrirtækið vitneskju um að Logi hefði ráðið sig til starfa hjá Árvakri en tilkynningu 365 má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Mánudaginn 9. október síðastliðinn sagði Logi Bergmann Eiðsson upp störfum hjá 365. Sama dag barst 365 sú vitneskja að Logi Bergmann hefði ráðið sig fyrir uppsögnina til starfa hjá Árvakri hf. og Sjónvarpi Símans hf. Um það var tilkynnt með frétt í Morgunblaðinu 11. október síðastliðinn. Með þessu braut Logi freklega gegn skyldum sínum á grundvelli ráðningarsamnings við 365, sem kveður á um 12 mánaða uppsagnarfrest og 12 mánaða samkeppnisbann að honum loknum. 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. Af tillitsemi við Loga var krafa 365 sú að lögbanninu yrði afmarkaður tími til næstu 12 mánaða í stað 24 mánaða, eins og 365 hefði getað gert kröfu um á grundvelli starfssamnings Loga Bergmanns. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fallist á kröfu 365 og sett lögbann á störf Loga Bergmanns hjá Árvakri og Símanum til 31. október 2018. 365 mun í framhaldinu höfða staðfestingarmál á hendur Loga Bergmanni, eins og lög gera ráð fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira