„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 14:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39