Segir erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2017 15:48 Björt Ólafsdóttir sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. Vísir/Stefán Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra og oddviti Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi, tekur undir orð Jónu Sólveigar Elínardóttur varaformanns Viðreisnar, um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í samstarfi. Rætt var við Björt í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Það dylst engum sem að les fréttir að ef einhvers staðar var verið að smala köttum þá var það þarna. Það kom fram í fjölmiðlum til dæmis a þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru ekki með á því sem stjórnarsáttmálinn kvað á um og töluðu mjög digurbarkalega um að þeir ætluðu ekki að styðja hitt eða þetta,“ segir Björt. „Það auðvitað gefur tilefni til mjög mikils óstöðugleika og það að það hafi verið erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði.“Megi ekki hlaupa í sameiningu miðjuflokka Aðspurð um hvort tilefni sé til að sameina þá miðjuflokka sem eru komnir fram á sjónarsviðið segir Björt að svo geti vel verið. Það verði þó að íhuga það vandlega því flokkarnir séu jafn mismunandi og þeir eru margir. „Maður hleypur ekki til í það. En það er rétt, það skilgreina sig mjög margir á miðjunni núna. Ég held við þurfum að fara aðeins dýpra í það hvað það þýðir. Nú hefur Sigmundur Davíð til dæmis sagt að hann væri meira til hægri á einhverjum stöðum kannski, en Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Björt. „Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hvað þessi miðja þýðir í huga þess sem segist vera fyrir miðju, hvað þá frjálslyndur. Við heyrum það líka að núna til dæmis nefnir Samfylkingin það mjög ótt og títt að hún sé frjálslyndur flokkur. Það var líka talað um það í tíð Árna Páls Árnasonar sem formanns en þá var eins og baklandið væri ekki á því á þeim tíma.“Mikilvægt að allir þolendur fái hjálp Björt segir að kynferðisbrotamál og málefni þolenda kynferðisofbeldis séu skör neðar en málefni annarra brotaþola. Hún segir mikilvægt að stjórnmálamenn starfi með grasrótarhópum líkt og skipuleggjendum druslugöngunnar, til að uppræta þau vandamál. Hún nefnir þar sem dæmi frumvarp sitt um bann við hefndarklámi, eða stafrænu kynferðisofbeldi, sem hún lagði fram á þingi árið 2015. „Um þetta deila flokkarnir. Ég hef fundið fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sammála mér í þessu, enda höfum við ekki náð fram að ganga með þetta mál,“ segir Björt. Hún bætir við að harðar hafi verið gengið fram í heimiliosfbeldismálum. „Þar hefur fókus skilað sér hjá lögreglustjóra, hvað þetta varðar. Alþingi hefur verið að auka fé í löggæslu og við erum sammála því já, að halda áfram á sömu braut. Við þurfum að tala um hvað það þýðir eða hvað við eigum að gera frekar en, held ég, að það kosti einn milljarð, tvo milljarða eða hvað.“ Hún segir að það sem meginmáli skipti sé að þolendur kynferðisbrota fái hjálp hvort sem mál þeirra eru dæmd í sekt eða sýknu. „Það á ekki að vera aðalatriðið. Heldur það að þolandi fái sálfræðiþjónustu, fái þjónustu og kjark til þess að fara áfram með sitt mál ef þeir svo kjósa og líka leiðir til að vinna úr sínum persónulegu málum sem hafa áhrif á þig annars allt þitt líf ef þú tekst ekki á við þann félagslega kvíða og annað sem fylgir þessu. Réttarkerfið er eitt, það skiptir miklu máli að koma að bótum þar, en líka hina sem ná ekki einu sinni að leita í að koma sínum málum til framkvæmdar innan dómskerfisins vegna þess að það er bara eitt og sér of stór biti.“Stjórnvöld sofandi á verðinum í umhverfismálum Hvað umhverfismálin varðar segir Björt að nú sé svo komið að Íslendingar þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um milljón tonn á ári. „Stjórnvöld, hvort sem þau hafa verið vinstri eða hægri stjórnvöld hafa hér á undanförnum árum verið sofandi í þessu málefni. Það er ekki bara mín tilfinning heldur er það bara þannig að við höfum á íslandi verið að auka við losun um 26% á meðan nærri allar aðrar þjóðir hafa verið að draga saman.“ Nú er komið að því að við erum orðin meðvituð um það og ég þakka því að við höfum nálgast verkefnið mjög þvert. Það dugir ekki bara eitt ráðuneyti fjalli um þetta eða einn ráðherra sem brennur fyrir málefninu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13 Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. 13. október 2017 16:15 Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra og oddviti Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi, tekur undir orð Jónu Sólveigar Elínardóttur varaformanns Viðreisnar, um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í samstarfi. Rætt var við Björt í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Það dylst engum sem að les fréttir að ef einhvers staðar var verið að smala köttum þá var það þarna. Það kom fram í fjölmiðlum til dæmis a þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru ekki með á því sem stjórnarsáttmálinn kvað á um og töluðu mjög digurbarkalega um að þeir ætluðu ekki að styðja hitt eða þetta,“ segir Björt. „Það auðvitað gefur tilefni til mjög mikils óstöðugleika og það að það hafi verið erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að stjórna sínu liði.“Megi ekki hlaupa í sameiningu miðjuflokka Aðspurð um hvort tilefni sé til að sameina þá miðjuflokka sem eru komnir fram á sjónarsviðið segir Björt að svo geti vel verið. Það verði þó að íhuga það vandlega því flokkarnir séu jafn mismunandi og þeir eru margir. „Maður hleypur ekki til í það. En það er rétt, það skilgreina sig mjög margir á miðjunni núna. Ég held við þurfum að fara aðeins dýpra í það hvað það þýðir. Nú hefur Sigmundur Davíð til dæmis sagt að hann væri meira til hægri á einhverjum stöðum kannski, en Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Björt. „Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hvað þessi miðja þýðir í huga þess sem segist vera fyrir miðju, hvað þá frjálslyndur. Við heyrum það líka að núna til dæmis nefnir Samfylkingin það mjög ótt og títt að hún sé frjálslyndur flokkur. Það var líka talað um það í tíð Árna Páls Árnasonar sem formanns en þá var eins og baklandið væri ekki á því á þeim tíma.“Mikilvægt að allir þolendur fái hjálp Björt segir að kynferðisbrotamál og málefni þolenda kynferðisofbeldis séu skör neðar en málefni annarra brotaþola. Hún segir mikilvægt að stjórnmálamenn starfi með grasrótarhópum líkt og skipuleggjendum druslugöngunnar, til að uppræta þau vandamál. Hún nefnir þar sem dæmi frumvarp sitt um bann við hefndarklámi, eða stafrænu kynferðisofbeldi, sem hún lagði fram á þingi árið 2015. „Um þetta deila flokkarnir. Ég hef fundið fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sammála mér í þessu, enda höfum við ekki náð fram að ganga með þetta mál,“ segir Björt. Hún bætir við að harðar hafi verið gengið fram í heimiliosfbeldismálum. „Þar hefur fókus skilað sér hjá lögreglustjóra, hvað þetta varðar. Alþingi hefur verið að auka fé í löggæslu og við erum sammála því já, að halda áfram á sömu braut. Við þurfum að tala um hvað það þýðir eða hvað við eigum að gera frekar en, held ég, að það kosti einn milljarð, tvo milljarða eða hvað.“ Hún segir að það sem meginmáli skipti sé að þolendur kynferðisbrota fái hjálp hvort sem mál þeirra eru dæmd í sekt eða sýknu. „Það á ekki að vera aðalatriðið. Heldur það að þolandi fái sálfræðiþjónustu, fái þjónustu og kjark til þess að fara áfram með sitt mál ef þeir svo kjósa og líka leiðir til að vinna úr sínum persónulegu málum sem hafa áhrif á þig annars allt þitt líf ef þú tekst ekki á við þann félagslega kvíða og annað sem fylgir þessu. Réttarkerfið er eitt, það skiptir miklu máli að koma að bótum þar, en líka hina sem ná ekki einu sinni að leita í að koma sínum málum til framkvæmdar innan dómskerfisins vegna þess að það er bara eitt og sér of stór biti.“Stjórnvöld sofandi á verðinum í umhverfismálum Hvað umhverfismálin varðar segir Björt að nú sé svo komið að Íslendingar þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um milljón tonn á ári. „Stjórnvöld, hvort sem þau hafa verið vinstri eða hægri stjórnvöld hafa hér á undanförnum árum verið sofandi í þessu málefni. Það er ekki bara mín tilfinning heldur er það bara þannig að við höfum á íslandi verið að auka við losun um 26% á meðan nærri allar aðrar þjóðir hafa verið að draga saman.“ Nú er komið að því að við erum orðin meðvituð um það og ég þakka því að við höfum nálgast verkefnið mjög þvert. Það dugir ekki bara eitt ráðuneyti fjalli um þetta eða einn ráðherra sem brennur fyrir málefninu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13 Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. 13. október 2017 16:15 Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Fylgi Miðflokksins meira en Sigmundur Davíð þorði að vona Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að gengi flokksins í skoðanakönnunum fyrir alþingiskosningar sé betra en hann þorði að vona. Sigmundur Davíð sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í dag. 12. október 2017 16:00
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48
Vinstri græn reiðubúin til að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn reiðubúinn að vera kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. 9. október 2017 16:13
Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. 13. október 2017 16:15
Segir pólítiska andstæðinga óttast Flokk fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. 10. október 2017 16:15