Gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2017 10:00 Inga Sólveig býr til sannkallaðan ævintýraheim úr ljósmyndum sínum. Vísir/Stefán Mér finnst mjög gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði með myndavélina og á orðið gríðarlega mikið af myndum. Ég tók þá ákvörðun að raða nokkrum þeirra upp í samsett verk og það kemur nokkuð vel út.“ Þetta segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari sem er með sýninguna Nokkur þúsund augnablik á Njálsgötu 49 til 5. nóvember. Hún kveðst haldin eins konar ferðafýsn. „Alveg frá því ég var barn og las af áfergju 1001 nótt og skoðaði myndir af ættbálkum Afríku, dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa og sá draumur hefur uppfyllst af og til. Það gefur mér alltaf jafn mikið að upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft.“Hurðir eru listaverk sem hylja leyndardóma.Myndirnar sem Inga Sólveig sýnir í RAMskram eru svarthvítar og teknar í þremur löndum, Kúbu, Egyptalandi og Sovétríkjunum gömlu. „Ég fór til Sovétríkjanna 1989 og ákvað að skella myndum þaðan saman í eina seríu,“ segir hún. „Svo er eitt verk með 56 hurðum. Þær myndir eru víðs vegar að.“ Spurð hvort hún raði myndunum sjálf upp í tölvunni svarar hún: „Já, það er í fyrsta skipti sem ég hef þann hátt á. Þegar ég hef búið til samsett verk áður hef ég gert þau í höndunum, því ég er frekar tæknifælin. En nú byrjaði ég á að skanna myndirnar inn og raða þeim svo upp í tölvunni.“ Inga Sólveig kveðst eiga stafræna vél, „en þegar ég er í spariskapinu er ég yfirleitt með filmur,“ segir hún. „Það er langskemmtilegast að taka á einhverjar gamlar Rolyflex-vélar. Svo er ég með aðstöðu til að framkalla og geri það líka. Mér finnst rosa gaman að vinna í myrkraherberginu og stundum mála ég ofan í svarthvítu myndirnar á gamaldags máta. Öll svona handavinna er skemmtileg.“ Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Mér finnst mjög gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði með myndavélina og á orðið gríðarlega mikið af myndum. Ég tók þá ákvörðun að raða nokkrum þeirra upp í samsett verk og það kemur nokkuð vel út.“ Þetta segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari sem er með sýninguna Nokkur þúsund augnablik á Njálsgötu 49 til 5. nóvember. Hún kveðst haldin eins konar ferðafýsn. „Alveg frá því ég var barn og las af áfergju 1001 nótt og skoðaði myndir af ættbálkum Afríku, dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa og sá draumur hefur uppfyllst af og til. Það gefur mér alltaf jafn mikið að upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft.“Hurðir eru listaverk sem hylja leyndardóma.Myndirnar sem Inga Sólveig sýnir í RAMskram eru svarthvítar og teknar í þremur löndum, Kúbu, Egyptalandi og Sovétríkjunum gömlu. „Ég fór til Sovétríkjanna 1989 og ákvað að skella myndum þaðan saman í eina seríu,“ segir hún. „Svo er eitt verk með 56 hurðum. Þær myndir eru víðs vegar að.“ Spurð hvort hún raði myndunum sjálf upp í tölvunni svarar hún: „Já, það er í fyrsta skipti sem ég hef þann hátt á. Þegar ég hef búið til samsett verk áður hef ég gert þau í höndunum, því ég er frekar tæknifælin. En nú byrjaði ég á að skanna myndirnar inn og raða þeim svo upp í tölvunni.“ Inga Sólveig kveðst eiga stafræna vél, „en þegar ég er í spariskapinu er ég yfirleitt með filmur,“ segir hún. „Það er langskemmtilegast að taka á einhverjar gamlar Rolyflex-vélar. Svo er ég með aðstöðu til að framkalla og geri það líka. Mér finnst rosa gaman að vinna í myrkraherberginu og stundum mála ég ofan í svarthvítu myndirnar á gamaldags máta. Öll svona handavinna er skemmtileg.“
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“