Íslensku landsliðin í badminton, bæði karla og kvenna, eru á leið á Evrópukeppnina sem fram fer í Kazan í Rússlandi í febrúar á næsta ári.
Keppnin er spiluð í riðlum og komast sigurvegarar riðlanna á Heimsmeistarakeppni landsliða í Tælandi í lok maí 2018.
Tinna Helgadóttir, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópa Ísland.
Karlalandsliðið er skipað þeim Daníel Jóhannessyni, Davíð Bjarna Björnssyni, Kára Gunnarssyni og Kristófer Darra Finnssyni.
Í kvennalandsliðinu eru Arna Karen Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands.
Allir koma keppendur Íslands frá TBR.
Landsliðshópurinn í badminton tilkynntur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





