Íslensku landsliðin í badminton, bæði karla og kvenna, eru á leið á Evrópukeppnina sem fram fer í Kazan í Rússlandi í febrúar á næsta ári.
Keppnin er spiluð í riðlum og komast sigurvegarar riðlanna á Heimsmeistarakeppni landsliða í Tælandi í lok maí 2018.
Tinna Helgadóttir, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópa Ísland.
Karlalandsliðið er skipað þeim Daníel Jóhannessyni, Davíð Bjarna Björnssyni, Kára Gunnarssyni og Kristófer Darra Finnssyni.
Í kvennalandsliðinu eru Arna Karen Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands.
Allir koma keppendur Íslands frá TBR.
Landsliðshópurinn í badminton tilkynntur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




