Klár eru kvennaráð Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. október 2017 10:30 “Hundur í óskilum gengur hér til verks óhræddur, meðvitaður og upplýstur,” segir í dómnum. Mynd/Auðunn Níelsson Leikhús Kvenfólk Leikfélag Akureyrar Höfundar og flytjendur: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveinsson Myndbandshönnun: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd, búningar og leikmunir: Íris Eggertsdóttir Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson Hljómsveit: Áslaug María Stephensen, Gunnur Vignisdóttir, Una Haraldsdóttir og Margrét Hildur Egilsdóttir. Íslenskar konur hafa það best í heiminum. Þessari staðreynd er slett á blaðsíður dagblaðanna í hvert skipti sem Ísland toppar einhvern listann um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum eða réttindasamanburð við önnur lönd. Óleiðréttur launamunur kynjanna hér á landi mældist um 17 prósent árið 2015, heilu tónlistarhátíðirnar eru haldnar án lágmarksþátttöku tónlistarkvenna, dómskerfið tekur skammarlega illa á ofbeldisverkum gegn konum og við þurftum ekki að bíða nema til 2009 til að fá kvenkyns forsætisráðherra. Mikið höfum við það nú gott. Það var því ekki að ástæðulausu að ákveðinn kvíði fylgdi því að sjá auglýsta sýningu með nafninu Kvenfólk samda af tveimur miðaldra hvítum karlmönnum sem virtust hafa uppgötvað allt í einu að hallað hefur svolítið á kvenfólk í svolítið langan tíma. Karlar eru nefnilega einstaklega duglegir að benda konum á hvað betur má fara. Þeir félagar Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson virtust vera að daðra ansi djarft við hrútskýringarveikina. Dúettinn Hundur í óskilum er löngu orðinn þjóðþekktur og höfundareinkenni hans birtist í frumsömdum sönglögum og pólitískri satíru með góðum slurk af súrrealisma. En hæfni félaganna Eiríks og Hjörleifs í að gera gott grín byggist ekki á fíflalátum, af þeim er samt auðvitað nóg, heldur hugviti. Þetta hugvit gerir sýninguna ekki einungis framkvæmanlega heldur líka virkilega skemmtilega og áleitna. Formið er frjálslegt og ekki með góðu móti hægt að skilgreina en kabarett er kannski besta lýsingin. Ágústa Skúladóttir heldur vel um efnið og finnur frumlegar leiðir til að skipta um gír á milli atriða. Þeir kumpánar nálgast efnið sitt af æðruleysi og afslöppun þar sem hver sena flæðir inn í þá næstu með hnökrum en slíkt skiptir ekki máli. Hundavað er sérgrein félaganna en saga femínismans er hér rakin á ógnarhraða allt frá kvennalausu útópíunni sem írsku munkarnir stofnuðu hér fram til vorra flóknu tíma. Sviðsetta útvarpsverkið Kona í blokk og önnur í raðhúsi er einn af hápunktum sýningarinnar þar sem þeir fara yfir rauðsokkutímabilið. Þeir hafa nefnilega rétt fyrir sér þegar þeir segja að stórar konur með stór gleraugu geti breytt heiminum. Slagarar á borð við Pamelu, Áfram stelpur og Ekkert mál hljóma en endurgerð þeirra á myndbandinu við Babooshka eftir Kate Bush í fullri lengd stendur þar upp úr. Eiríkur og Hjörleifur hika ekki við að blanda saman gríni og grafalvöru en óður Hjörleifs til ónefndrar ömmu sinnar nístir inn að innstu hjartarótum. Þöggun er nánast listform hér á landi. Stundum fara þeir aðeins fram úr sér með fimmaurabrandarana eins og að spila tónverk eftir Bach á g-streng, bókstaflega. Sumar senur eru of langar og herhópið heppnast ekki alltaf. Aftur á móti er öll umgjörð sýningarinnar virkilega góð, þá sérstaklega vinna Írisar Eggertsdóttur við leikmynd, búninga og leikmuni, henni tekst að skapa skýra heima, stundum með örfáum munum. Myndbandsvinna Jón Páls Eyjólfssonar og ljósahönnun Lárusar Heiðars Sveinssonar reka síðan laglegt smiðshögg á umgjörðina. Lokakafli sýningarinnar stendur algjörlega upp úr. Hann byrjar með hljóðupptöku af Árna Johnsen í pontu á Alþingi þar sem hann ræðir nauðsyn þess að konur séu til taks fyrir mjólkun, bókstaflega eins og beljur. Orðum risaeðlunnar er svarað með því að bjóða á svið hljómsveit sem samanstendur af fjórum unglingsstelpum sem heita Áslaug María, Gunnur, Una og Margrét Hildur. Þessar ungu stelpur eru rödd framtíðarinnar og þvílík rödd. Hispurslausir harðkjarnarokkarar sem neita að láta þagga niður í sér og eiga sig sjálfar. Eiríkur og Hjörleifur vita þetta og fagna því. Femínismi er ekki feimnismál heldur mannréttindamál. Kvenréttindabarátta Íslands hefur átt sér margar róttækar kvenhetjur og mikið hefur breyst en fleiri kvenhetjur eiga eftir að stíga fram því fram undan er ótrúleg vinna. Kvenfólk er hið fínasta innlegg sem bæði fræðir og skemmtir. Útskýring Vísindavefs Háskóla Íslands á afstöðu margra karlmanna til femínismans er einföld: „Hræðsla karla við femínisma er að öllum líkindum óöryggi, fordómar og vankunnátta?…“ Dúettinn Hundur í óskilum gengur hér til verks óhræddur, meðvitaður og upplýstur. Uppskeran er eftir því.Niðurstaða: Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum. Leikhús Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Kvenfólk Leikfélag Akureyrar Höfundar og flytjendur: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveinsson Myndbandshönnun: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd, búningar og leikmunir: Íris Eggertsdóttir Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson Hljómsveit: Áslaug María Stephensen, Gunnur Vignisdóttir, Una Haraldsdóttir og Margrét Hildur Egilsdóttir. Íslenskar konur hafa það best í heiminum. Þessari staðreynd er slett á blaðsíður dagblaðanna í hvert skipti sem Ísland toppar einhvern listann um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum eða réttindasamanburð við önnur lönd. Óleiðréttur launamunur kynjanna hér á landi mældist um 17 prósent árið 2015, heilu tónlistarhátíðirnar eru haldnar án lágmarksþátttöku tónlistarkvenna, dómskerfið tekur skammarlega illa á ofbeldisverkum gegn konum og við þurftum ekki að bíða nema til 2009 til að fá kvenkyns forsætisráðherra. Mikið höfum við það nú gott. Það var því ekki að ástæðulausu að ákveðinn kvíði fylgdi því að sjá auglýsta sýningu með nafninu Kvenfólk samda af tveimur miðaldra hvítum karlmönnum sem virtust hafa uppgötvað allt í einu að hallað hefur svolítið á kvenfólk í svolítið langan tíma. Karlar eru nefnilega einstaklega duglegir að benda konum á hvað betur má fara. Þeir félagar Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson virtust vera að daðra ansi djarft við hrútskýringarveikina. Dúettinn Hundur í óskilum er löngu orðinn þjóðþekktur og höfundareinkenni hans birtist í frumsömdum sönglögum og pólitískri satíru með góðum slurk af súrrealisma. En hæfni félaganna Eiríks og Hjörleifs í að gera gott grín byggist ekki á fíflalátum, af þeim er samt auðvitað nóg, heldur hugviti. Þetta hugvit gerir sýninguna ekki einungis framkvæmanlega heldur líka virkilega skemmtilega og áleitna. Formið er frjálslegt og ekki með góðu móti hægt að skilgreina en kabarett er kannski besta lýsingin. Ágústa Skúladóttir heldur vel um efnið og finnur frumlegar leiðir til að skipta um gír á milli atriða. Þeir kumpánar nálgast efnið sitt af æðruleysi og afslöppun þar sem hver sena flæðir inn í þá næstu með hnökrum en slíkt skiptir ekki máli. Hundavað er sérgrein félaganna en saga femínismans er hér rakin á ógnarhraða allt frá kvennalausu útópíunni sem írsku munkarnir stofnuðu hér fram til vorra flóknu tíma. Sviðsetta útvarpsverkið Kona í blokk og önnur í raðhúsi er einn af hápunktum sýningarinnar þar sem þeir fara yfir rauðsokkutímabilið. Þeir hafa nefnilega rétt fyrir sér þegar þeir segja að stórar konur með stór gleraugu geti breytt heiminum. Slagarar á borð við Pamelu, Áfram stelpur og Ekkert mál hljóma en endurgerð þeirra á myndbandinu við Babooshka eftir Kate Bush í fullri lengd stendur þar upp úr. Eiríkur og Hjörleifur hika ekki við að blanda saman gríni og grafalvöru en óður Hjörleifs til ónefndrar ömmu sinnar nístir inn að innstu hjartarótum. Þöggun er nánast listform hér á landi. Stundum fara þeir aðeins fram úr sér með fimmaurabrandarana eins og að spila tónverk eftir Bach á g-streng, bókstaflega. Sumar senur eru of langar og herhópið heppnast ekki alltaf. Aftur á móti er öll umgjörð sýningarinnar virkilega góð, þá sérstaklega vinna Írisar Eggertsdóttur við leikmynd, búninga og leikmuni, henni tekst að skapa skýra heima, stundum með örfáum munum. Myndbandsvinna Jón Páls Eyjólfssonar og ljósahönnun Lárusar Heiðars Sveinssonar reka síðan laglegt smiðshögg á umgjörðina. Lokakafli sýningarinnar stendur algjörlega upp úr. Hann byrjar með hljóðupptöku af Árna Johnsen í pontu á Alþingi þar sem hann ræðir nauðsyn þess að konur séu til taks fyrir mjólkun, bókstaflega eins og beljur. Orðum risaeðlunnar er svarað með því að bjóða á svið hljómsveit sem samanstendur af fjórum unglingsstelpum sem heita Áslaug María, Gunnur, Una og Margrét Hildur. Þessar ungu stelpur eru rödd framtíðarinnar og þvílík rödd. Hispurslausir harðkjarnarokkarar sem neita að láta þagga niður í sér og eiga sig sjálfar. Eiríkur og Hjörleifur vita þetta og fagna því. Femínismi er ekki feimnismál heldur mannréttindamál. Kvenréttindabarátta Íslands hefur átt sér margar róttækar kvenhetjur og mikið hefur breyst en fleiri kvenhetjur eiga eftir að stíga fram því fram undan er ótrúleg vinna. Kvenfólk er hið fínasta innlegg sem bæði fræðir og skemmtir. Útskýring Vísindavefs Háskóla Íslands á afstöðu margra karlmanna til femínismans er einföld: „Hræðsla karla við femínisma er að öllum líkindum óöryggi, fordómar og vankunnátta?…“ Dúettinn Hundur í óskilum gengur hér til verks óhræddur, meðvitaður og upplýstur. Uppskeran er eftir því.Niðurstaða: Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum.
Leikhús Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira