Segir fjölgun flokka hafa talsverð áhrif á störf þingsins Ingvar Þór Björnsson skrifar 29. október 2017 18:06 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf. Kosningar 2017 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira