300.000 mótmæltu í Barcelona í dag Kjartan Kjartansson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 29. október 2017 17:30 Spænski fáninn var áberandi í mótmælunum í Barcelona í dag. Vísir/EPA Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Hundruð þúsund Katalóníubúa sem eru andsnúnir sjálfstæði héraðsins komu saman í Barcelona í dag. Sumir þeirra kröfðust þess að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, yrði fangelsaður. Skoðanakannanir benda til þess að naumur meirihluti Katalóna sé mótfallinn sjálfstæði. Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþing og stjórn Katalóníu upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga sjálfsstjórnarhéraðsins til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC mótmæltu í kringum 300.000 manns sjálfstæðisáformum fyrrverandi héraðsstjórnarinnar í Barcelona í dag. Skipuleggjendur mótmælanna og ríkisstjórnin í Madrid fullyrða hins vegar að fleiri en milljón manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur sem BBC ræddi við í dag höfðu sumir áhyggjur af því að afleiðingarnar af sjálfstæðisbaráttunni muni hafa áhrif á sjálfsstjórn Katalóníu í mörg ár. Meirihluti gegn sjálfstæðiPuigdemont kallar sig enn forseta héraðsstjórnarinnar þrátt fyrir að Rajoy fari nú í reynd með málefni héraðsins. Fráfarandi héraðsstjórnin hefur hvatt til friðsamlegrar óhlýðni við fyrirskipanir landsstjórnarinnar í Madrid. Talsmaður landsstjórnarinnar segir að Puigdemont verði leyft að bjóða sig fram í kosningunum í desember. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bendir ný skoðanakönnun til þess að flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni. Önnur könnun sem dagblaðið El País birti bendir til að 52% Katalóna styðji ákvörðun landsstjórnarinnar um að leysa upp héraðsþingið og svipta Puigdemont völdum á móti 43% sem séu andsnúin. Þá sögðust 55% svarenda mótfallin sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþingsins frá því á föstudag en 41% fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22 Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Kallar eftir friðsamlegri andstöðu í Katalóníu Yfirvöld í Madrid hafa nú tekið yfir stjórn héraðsins og er aðstoðarforsætisráðherra Spánar starfandi forseti Katalóníu. 28. október 2017 15:22
Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta Kosið verður til héraðsþings Katalóníu í desember eftir að ríkisstjórn Spánar svipti héraðið sjálfræði á föstudag. 29. október 2017 12:14