Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2017 11:55 Albertína Friðbjörg hefur aldrei tekið sæti á Alþingi áður. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47