Logi braut kosningalög: Langsótt að dóttirin fái hann til að kjósa Framsóknarflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 17:16 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri ásamt dóttur sinni í dag. Stöð 2/Skjáskot Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15
Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30
Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31
Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29