Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 15:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi. Vísir/Vilhelm Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36
Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30