Góð kjörsókn í höfuðborginni gæti skilað sér til „Reykjavíkurflokkanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 14:28 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira