Gylfi í viðtali á FIFA.com: Ísland hefur engu að tapa á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:45 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira