Samstarfsfólk að fornu og nýju sýnir við Skúlagötuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2017 10:15 Margrét og Bjarni sýna afrakstur síðustu missera á listasviðinu og minnast með því fornra kynna og samstarfs. Vísir/Ernir Þau voru eitt sinn hjón og á þeim tíma voru þau meðal frumkvöðla sem stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 árið 1977. Nú, fjörutíu árum seinna, taka þau Margrét Jónsdóttir og Bjarni H. Þórarinsson höndum saman og opna sýningu á nýjustu verkum sínum í Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32, í dag milli klukkan 17 og 19. „Þetta var svo listrænt hjónaband,“ útskýrir Bjarni sposkur, þar sem ég hitti þau að kaffidrykkju, ásamt kolleganum Helga Þorgils, baka til í sýningarrýminu. „Já, mér fannst skemmtileg hugmynd að halda þessa sýningu því við vorum samstarfsfólk,“ tekur Margrét undir. „Hér er ég bara með ný verk en þau eru unnin í sama anda og önnur sem ég hef gert undir yfirskriftinni In Memoriam. Ég vinn út frá mynstrum fransks veggfóðurs og ég nota verkfæri listiðnaðar- og iðnaðarmanna. Svo læt ég náttúruöflin hjálpa mér því ég nota vatnsliti þannig að við sögu koma vatn, loft og pappír og þá á eyðilegging líka auðvelt með að vinna á myndfletinum og minna okkur á forgengileikann. Það er líka önnur ástæða fyrir því að ég nota pappír, hann er nefnilega lítils metinn eins og konan. Að sjálfsögðu er ég að fordæma það í leiðinni. Núna er ég með pappír í yfirstærð og myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna áttar maður sig á því að lífsstarfið var til einskis í þjóðfélagi þar sem allt snýst um peninga og græðgi – og öllum er sama.“ Nú er röðin komin að Bjarna. „Ég er hér með nýjasta verkefni mitt undir hatti Vísiakademíunnar. Á þessum dásamlegu tímum sem við höfum upplifað með gegndarlausri efnishyggju þá fannst mér kominn tími til að greina manninn. Þessi fimmtán verk sem ég er með hér eru í verkefni sem ég kalla mannróf. Þar er ég að taka manninn fyrir í alls konar samhengi, sögulegu samhengi, stjórnmálalegu samhengi og síðast en ekki síst í því samhengi hvað maðurinn er orðinn mikil og margslungin neyslutegund. Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þróunarvíðróf, það er samstæðiskenning, brúarsmíð milli raun- og hugvísinda.“ Menning Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Þau voru eitt sinn hjón og á þeim tíma voru þau meðal frumkvöðla sem stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 árið 1977. Nú, fjörutíu árum seinna, taka þau Margrét Jónsdóttir og Bjarni H. Þórarinsson höndum saman og opna sýningu á nýjustu verkum sínum í Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32, í dag milli klukkan 17 og 19. „Þetta var svo listrænt hjónaband,“ útskýrir Bjarni sposkur, þar sem ég hitti þau að kaffidrykkju, ásamt kolleganum Helga Þorgils, baka til í sýningarrýminu. „Já, mér fannst skemmtileg hugmynd að halda þessa sýningu því við vorum samstarfsfólk,“ tekur Margrét undir. „Hér er ég bara með ný verk en þau eru unnin í sama anda og önnur sem ég hef gert undir yfirskriftinni In Memoriam. Ég vinn út frá mynstrum fransks veggfóðurs og ég nota verkfæri listiðnaðar- og iðnaðarmanna. Svo læt ég náttúruöflin hjálpa mér því ég nota vatnsliti þannig að við sögu koma vatn, loft og pappír og þá á eyðilegging líka auðvelt með að vinna á myndfletinum og minna okkur á forgengileikann. Það er líka önnur ástæða fyrir því að ég nota pappír, hann er nefnilega lítils metinn eins og konan. Að sjálfsögðu er ég að fordæma það í leiðinni. Núna er ég með pappír í yfirstærð og myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna áttar maður sig á því að lífsstarfið var til einskis í þjóðfélagi þar sem allt snýst um peninga og græðgi – og öllum er sama.“ Nú er röðin komin að Bjarna. „Ég er hér með nýjasta verkefni mitt undir hatti Vísiakademíunnar. Á þessum dásamlegu tímum sem við höfum upplifað með gegndarlausri efnishyggju þá fannst mér kominn tími til að greina manninn. Þessi fimmtán verk sem ég er með hér eru í verkefni sem ég kalla mannróf. Þar er ég að taka manninn fyrir í alls konar samhengi, sögulegu samhengi, stjórnmálalegu samhengi og síðast en ekki síst í því samhengi hvað maðurinn er orðinn mikil og margslungin neyslutegund. Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þróunarvíðróf, það er samstæðiskenning, brúarsmíð milli raun- og hugvísinda.“
Menning Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira