Mælir með því að koma til Íslands og horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2017 09:00 Íslenskir stuðningsmenn á Arnarhóli sumarið 2016. Vísir/AFP Grant Wahl er aðalblaðamaður bandaríska tímaritsins Sports Illustrated þegar kemur að skrifa um knattspyrnu. Hann er líka einn af mörgum aðdáendum íslenska landsliðsins. Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi næsta sumar en Bandaríkjamenn sitja aftur heima í fyrsta sinn síðan á HM í Mexíkó 1986. Grant Wahl skrifar reglulega pistil inn á vefsíðu Sports Illustrated þar sem hann svarar spurningum lesenda síðunnar um mál tengdum knattspyrnunni.New Mailbag: USSF chaos, teams for US fans to root for at WC (Iceland!), WC26 pot of gold at end of Gulati's rainbow https://t.co/FOOINdjwuw — Grant Wahl (@GrantWahl) October 25, 2017 Ein af spurningunum var um hvaða lið Bandaríkjamenn eiga að halda með á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem að bandaríska landsliðið er ekki meðal keppenda. Fyrsta liðið sem Grant Wahl nefnir er að sjálfsögðu íslenska landsliðið sem komst nú inn á HM í fyrsta sinn í sögunni. Wahl ráðleggur ekki Bandaríkjamönnum aðeins að halda með íslenska landsliðinu heldur einnig að heimsækja Ísland næsta sumar. „Uppáhaldslið allra frá EM 2016 hefur tryggt sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn og gæti bitið frá sér á HM. Ekki má heldur gleyma klappinu sem þeir taka með stuðningsmönnum sínum sem er svo flott. Ef þú ákveður að fara ekki til Rússlands á mótið þá væri kannski það skemmtilegasta sem þú gætir gert að drífa þig bara til Íslands. Það væri gaman að horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni. 22 tímar af sól á sólarhring, gott veður, hressir Íslendingar og nóg af Einstök. Skráið mig,“ skrifar Grant Wahl. Það má annars sjá allan pistilinn hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Grant Wahl er aðalblaðamaður bandaríska tímaritsins Sports Illustrated þegar kemur að skrifa um knattspyrnu. Hann er líka einn af mörgum aðdáendum íslenska landsliðsins. Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi næsta sumar en Bandaríkjamenn sitja aftur heima í fyrsta sinn síðan á HM í Mexíkó 1986. Grant Wahl skrifar reglulega pistil inn á vefsíðu Sports Illustrated þar sem hann svarar spurningum lesenda síðunnar um mál tengdum knattspyrnunni.New Mailbag: USSF chaos, teams for US fans to root for at WC (Iceland!), WC26 pot of gold at end of Gulati's rainbow https://t.co/FOOINdjwuw — Grant Wahl (@GrantWahl) October 25, 2017 Ein af spurningunum var um hvaða lið Bandaríkjamenn eiga að halda með á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem að bandaríska landsliðið er ekki meðal keppenda. Fyrsta liðið sem Grant Wahl nefnir er að sjálfsögðu íslenska landsliðið sem komst nú inn á HM í fyrsta sinn í sögunni. Wahl ráðleggur ekki Bandaríkjamönnum aðeins að halda með íslenska landsliðinu heldur einnig að heimsækja Ísland næsta sumar. „Uppáhaldslið allra frá EM 2016 hefur tryggt sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn og gæti bitið frá sér á HM. Ekki má heldur gleyma klappinu sem þeir taka með stuðningsmönnum sínum sem er svo flott. Ef þú ákveður að fara ekki til Rússlands á mótið þá væri kannski það skemmtilegasta sem þú gætir gert að drífa þig bara til Íslands. Það væri gaman að horfa á HM með Íslendingum í miðnætursólinni. 22 tímar af sól á sólarhring, gott veður, hressir Íslendingar og nóg af Einstök. Skráið mig,“ skrifar Grant Wahl. Það má annars sjá allan pistilinn hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira