Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2017 19:29 Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV Vísir/Vilhelm Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45