„Fjórflokkurinn er endanlega dauður“ Anton Egilsson skrifar 21. október 2017 14:58 Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira