Óttarr segir BF ekki vera að lognast út af Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2017 07:00 Óttarr Proppé segir stöðu formanns verða skoðaða. Vísir/anton brink „Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira