„Ég hef líka öðru hverju tekið skvísuviku þar sem ég vanda mig sérstaklega við fata-, skó- og skartval og set svo myndir á Facebook. Ég hafði unun af því að punta mig þegar ég var yngri. Ég klæddi mig í notuð föt strax og ég varð unglingur, reif út úr fataskápum mömmu, pabba og ömmu. Svo þegar ég byrjaði að vinna mér inn peninga fór stór hluti launanna í föt og skart. Fyrir allra, allra fyrstu launin mín keypti ég sjö hringlandi armbönd í indversku búðinni Jasmin. Ég var ellefu ára,“ rifjar Ester upp og bætir við að núna tími hún ekki að eyða eins miklu í föt og áður.

Spáir þú mikið í tískustrauma?
„Ég kaupi oft tískublaðið In Style og skoða hvað er í tísku. Þaðan fæ ég oft hugmyndir.“
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?
„Hann er fjölbreyttur og litríkur.“
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
„Á flóamörkuðum og í búðum sem selja notuð föt. Mest spennandi eru fínni „second hand“ búðir erlendis.“
Áttu þér uppáhaldsfataverslun?
„Flóamarkað Konukots.“

„Það er mjög erfitt að gera upp á milli, það fer alveg eftir því í hvaða skapi ég er og hvert tilefnið er. Ég er auðvitað alltaf eins og drottning í minkapelsinum sem ég erfði frá ömmu minni.“
Uppáhaldshönnuður?
„Úff, nei, eiginlega ekki. Ef ég ætti nóga peninga, myndi ég sennilega kaupa fullt hjá Dolce & Gabbana.“
Notar þú fylgihluti sem eiga sér sögu?
„Já, ég á heilmikið af skartgripum með sögu. Það sem ég nota mest eru tvö kóralhálsmen frá ömmu minni. Annað er úr slípuðum kóral og hitt óslípuðum og ég set þau saman. Ég er líka mjög hrifin af kokteilhring frá ömmu minni þótt ég hafi fá tækifæri til að bera hann.“

„Iris Apfel, Dita von Teese, Miroslava Duma, Ulyana Sergeenko, konurnar í blogginu Advanced Style.“
Bestu og verstu fatakaupin?
„Með bestu kaupum sem ég hef gert er fjólublár silkikjóll frá GuST sem ég er búin að nota mörg jól í röð. Ég man ekki eftir neinum „verstu kaupum“ en það kemur þó fyrir að ég kaupi eitthvað sem ég nota svo aldrei, einhverra hluta vegna. Ég reyni yfirleitt að gefa slík föt fljótlega.“
Finnst þér gaman að klæða þig upp á?
„Já, og ég hef einsett mér að gera það oftar.“
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án?
„Það er nú ekki tískuflík, en nýjustu Nike-skórnir mínir eru algert æði og ég er mjög oft í þeim.“
Færðu þér nýja flík fyrir veturinn?
„Nei, ekki gagngert.“
Klæðir þú þig öðruvísi á sumrin en á veturna?
„Já, að sjálfsögðu. Ég er mikið berfætt á sumrin, í fallegum sandölum, léttum toppum og pilsi eða kjól.“

