Call of Duty WW2: Sama gamla formúlan Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 10:00 Að mörgu leyti svipar leikurinn til fyrstu Call of Duty leikjanna en sá fyrsti kom út árið 2003. Activision Eftir nokkurra ára vandræði hafa forsvarsmenn Call of Duty ákveðið að snúa sér aftur að rótum sínum og sækja seinni heimsstyrjöldina heim á ný. Það virðist hafa verið góð ákvörðun og þá sérstaklega hvað varðar fjölspilunina (multiplayer). Það er líka gaman að fá tækifæri til að skjóta nasista aftur í Call of Duty leik. Að mörgu leyti svipar leikurinn til fyrstu Call of Duty leikjanna en sá fyrsti kom út árið 2003. Síðan þá hefur heill haugur af COD-leikjum litið dagsins ljós og gerast þeir meðal annars í seinni heimsstyrjöldinni, kalda stríðinu, ímynduðum stríðum í náinni framtíð og ímynduðum stríðum langt fram í tímann. Enn eina ferðina taka spilarar þátt í lendingunum í Normandy, og í hlutverki Ronald Davis þurfa spilarar að skjóta sér leið í gegnum Frakkland og yfir Rínarfljót. Svo eru auðvitað uppvakningar. Það má ekki gleyma þeim.Einspilunarhluti CODWW2 er pirrandi stuttur en hann er skemmtilegur þrátt fyrir það að nokkrum borðum undanskildum. Í einu borðinu eru spilarar einhverja hluta vegna settir í sæti flugmanns og þurfa þeir að vernda sprengjuflugvélar sem eru á leið til að senda Hitler skilaboð í formi sprengna. Án efa var það kerfi sem byggt var upp fyrir geimorrusturnar í Infinte Warfare notað til þess að gera þetta borð en það náði engan veginn sömu gæðum. Að fljúga flugvélinni með mús var einfaldlega ömurlegt og borðið var bara stórfurðulegt og pirrandi. Það sama má segja um tvo aðra hluta leiksins þegar Davis þarf að keyra bílum á miklum hraða til að ná lest eða öðrum bíl. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem spilarar COD-leikja þurfa að setjast undir stýri á farartækjum, en mér hefur alltaf þótt það asnalegt og leiðinlegt. Hér með opinberast sú skoðun. Spilunin finnst mér þó mjög skemmtileg og sagan er ágæt. Það hefur alltaf verið gaman að skjóta í Call of Duty. Þeir gera það vel.Stuð í andspyrnuhreyfingunni Eitt af skemmtilegri borðum leiksins var þegar ég var settur í hlutverk konu úr frönsku andspyrnuhreyfingunni. Hennar verkefni var að finna þýskan foringja sem var að vinna með bandamönnunum og koma höndum yfir sprengju. Án þess að skemma það borð, þá var það öðruvísi. Það var ferskt og skemmtilegt. Gallinn er að COD er búið að halda sig við sömu formúluna of lengi. Þrátt fyrir að sögusviðið breytist hefur spilunin verið sú sama. Nú fjórtán árum eftir útgáfu fyrsta leiksins er eitthvað sem situr eftir. Það er erfitt að koma orðum að því en ég vil eitthvað nýtt. Einhverja þróun. Ein lítil breyting sem virkar vel er að heilsa Daniels lagast ekki ef hann felur sig á bakvið kassa í smá stund. Spilarar þurfa að finna sjúkrakassa, eða fá þá hjá öðrum hermönnum. Það fær mann til að passa sig aðeins meira og er skemmtileg tilbreyting og er í fyrsta sinn í rúm tíu ár sem þetta er gert í COD-leik. Davis og félagar þurfa að skjóta sér leið inn í Þýskland.ActivisionÞá komum við að fjölspilun Call of Duty WW2 Hún er skemmtilegri en hún hefur verið í mörg ár. Að mínu mati er gott að vera laus við allt kjaftæðið eins og veggjahlaup og karla í vélknúnum brynjum. Þar eru fjölmargir möguleikar í boði og kannski of margir, þar sem það tekur smá tíma að átta sig á valmyndinni varðandi fjölspilunina.Af nógu að taka Þar er samt af nógu að taka og meðal annars hægt að fara í Team Deathmatch, auðvitað, og eitthvað sem heitir War. Þar er spilurum skipt í tvö lið og annað liðið þarf að verjast á meðan hitt liðið þarf að sækja fram og ljúka ákveðnum verkefnum eins og að eyðileggja útvarpstæki. Annað borð snýr að því að spilarar þurfa að byggja brú á meðan hinir gera það sem þeir geta til að stöðva þá. Verjendurnir geta haldið sér við og byggt upp veggi til að hægja á sókn hinns liðsins og þeir geta sömuleiðis sprengt veggina í loft upp. Það er mikið stuð. Stærsti gallinn við það er hins vegar að spilarar ekki geta verið fleiri en tólf. Það er sex á móti sex, sem mér finnst leiðinlega og allt of lítið. Þá er búið að setja upp kerfi sem kallast Höfuðstöðvar, eða Headquarters, þar sem spilarar geta hitt aðra og jafnvel skorað á þá. Þegar ég byrjaði í fjölspiluninni var ég augljóslega nýgræðingur, en leikurinn setti mig í leiki með spilurum sem voru búnir að spila mikið meira en ég. Þar af leiðandi voru þeir yfirleitt með mun betri vopn og slíkt. Mér fannst það skrítið, að leikurinn skuli ekki hafa hent mér inn með byrjendum. Ekki misskilja mig. Ég er búinn að vera að standa mig með ágætum en það væri gaman að fá allavega einu sinni að rústa þessum guttum.Þá komum við að uppvakningunumAð berjast gegn hjörðum uppvakninga í Call of Duty hefur ekkert breyst frá árinu 2009. Spilarar drepa uppvakninga, fá pening, loka gluggum, drepa uppvakninga, fá pening, kaupa byssu af vegg, drepa uppvakninga, fá pening, opna hurð fyrir peninga og endurtaka. Þetta geta þeir gert upp á eigin spýtur og í sameiningu með vinum sínum og ókunnugum á netinu. Það sem hefur breyst er að mestu á yfirborðinu. Í COD-IW voru uppvakningarnir í skemmtigarði og útlitið var létt og allt í gríni. Nú erum við aftur komin að því að uppvakningarnir eru leynivopn nasista og allt er ljótt og myrkt.Séð þetta allt áður Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að Call of Duty WW2 sé besti COD leikur undanfarinna ára. Ég er hins vegar ekki alveg sannfærður. Þó ég hafi skemmt mér vel yfir fjölspiluninni og það hafi verið í fyrsta sinn í langan tíma sem ég geri það í COD-leik, er ég mun meiri sögukall, ef svo má að orði komast. Þó sagan hafi verið fín og allt það þá var hún leiðinlega stutt og þeir sem hafa spilað COD-leiki lengi hafa séð þetta allt áður. Það er í rauninni ekkert nýtt í leiknum. Þetta virkar allt alveg eins. Það er í raun erfitt að sjá einhvern mun á CODWW2 og COD Infinite Warfare, svo dæmi sé tekið, þó annar leikurinn gerist í seinni heimstyrjöldinni og hinn gerist í geimnum. Aðdáendur seríunnar munu þó án efa hafa gaman af leiknum og kannski sérstaklega fjölspiluninni, sem þetta er eiginlega farið að snúast um. Það er tikkað í öll box yfir hluti sem maður býst við frá Call of Duty leik en ekkert meira en það. Leikurinn er góður en helsta galla Call of Duty WW2 má eignlega útskýra með einu orði: „Meh“. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Shadow of War: Skemmtigarðurinn Mordor Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron. 22. október 2017 08:30 Gran Turismo Sport: Fallegur en innihaldsrýr pakki Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. 31. október 2017 14:30 Assassins Creed Origins: Mögulega flottasti leikur ársins Nýjasti leikur Assassins Creed seríunnar, sem hefur verið upp og niður síðustu ár, gæti verið upphafið af einhverju fallegu. 3. nóvember 2017 11:00 Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Eftir nokkurra ára vandræði hafa forsvarsmenn Call of Duty ákveðið að snúa sér aftur að rótum sínum og sækja seinni heimsstyrjöldina heim á ný. Það virðist hafa verið góð ákvörðun og þá sérstaklega hvað varðar fjölspilunina (multiplayer). Það er líka gaman að fá tækifæri til að skjóta nasista aftur í Call of Duty leik. Að mörgu leyti svipar leikurinn til fyrstu Call of Duty leikjanna en sá fyrsti kom út árið 2003. Síðan þá hefur heill haugur af COD-leikjum litið dagsins ljós og gerast þeir meðal annars í seinni heimsstyrjöldinni, kalda stríðinu, ímynduðum stríðum í náinni framtíð og ímynduðum stríðum langt fram í tímann. Enn eina ferðina taka spilarar þátt í lendingunum í Normandy, og í hlutverki Ronald Davis þurfa spilarar að skjóta sér leið í gegnum Frakkland og yfir Rínarfljót. Svo eru auðvitað uppvakningar. Það má ekki gleyma þeim.Einspilunarhluti CODWW2 er pirrandi stuttur en hann er skemmtilegur þrátt fyrir það að nokkrum borðum undanskildum. Í einu borðinu eru spilarar einhverja hluta vegna settir í sæti flugmanns og þurfa þeir að vernda sprengjuflugvélar sem eru á leið til að senda Hitler skilaboð í formi sprengna. Án efa var það kerfi sem byggt var upp fyrir geimorrusturnar í Infinte Warfare notað til þess að gera þetta borð en það náði engan veginn sömu gæðum. Að fljúga flugvélinni með mús var einfaldlega ömurlegt og borðið var bara stórfurðulegt og pirrandi. Það sama má segja um tvo aðra hluta leiksins þegar Davis þarf að keyra bílum á miklum hraða til að ná lest eða öðrum bíl. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem spilarar COD-leikja þurfa að setjast undir stýri á farartækjum, en mér hefur alltaf þótt það asnalegt og leiðinlegt. Hér með opinberast sú skoðun. Spilunin finnst mér þó mjög skemmtileg og sagan er ágæt. Það hefur alltaf verið gaman að skjóta í Call of Duty. Þeir gera það vel.Stuð í andspyrnuhreyfingunni Eitt af skemmtilegri borðum leiksins var þegar ég var settur í hlutverk konu úr frönsku andspyrnuhreyfingunni. Hennar verkefni var að finna þýskan foringja sem var að vinna með bandamönnunum og koma höndum yfir sprengju. Án þess að skemma það borð, þá var það öðruvísi. Það var ferskt og skemmtilegt. Gallinn er að COD er búið að halda sig við sömu formúluna of lengi. Þrátt fyrir að sögusviðið breytist hefur spilunin verið sú sama. Nú fjórtán árum eftir útgáfu fyrsta leiksins er eitthvað sem situr eftir. Það er erfitt að koma orðum að því en ég vil eitthvað nýtt. Einhverja þróun. Ein lítil breyting sem virkar vel er að heilsa Daniels lagast ekki ef hann felur sig á bakvið kassa í smá stund. Spilarar þurfa að finna sjúkrakassa, eða fá þá hjá öðrum hermönnum. Það fær mann til að passa sig aðeins meira og er skemmtileg tilbreyting og er í fyrsta sinn í rúm tíu ár sem þetta er gert í COD-leik. Davis og félagar þurfa að skjóta sér leið inn í Þýskland.ActivisionÞá komum við að fjölspilun Call of Duty WW2 Hún er skemmtilegri en hún hefur verið í mörg ár. Að mínu mati er gott að vera laus við allt kjaftæðið eins og veggjahlaup og karla í vélknúnum brynjum. Þar eru fjölmargir möguleikar í boði og kannski of margir, þar sem það tekur smá tíma að átta sig á valmyndinni varðandi fjölspilunina.Af nógu að taka Þar er samt af nógu að taka og meðal annars hægt að fara í Team Deathmatch, auðvitað, og eitthvað sem heitir War. Þar er spilurum skipt í tvö lið og annað liðið þarf að verjast á meðan hitt liðið þarf að sækja fram og ljúka ákveðnum verkefnum eins og að eyðileggja útvarpstæki. Annað borð snýr að því að spilarar þurfa að byggja brú á meðan hinir gera það sem þeir geta til að stöðva þá. Verjendurnir geta haldið sér við og byggt upp veggi til að hægja á sókn hinns liðsins og þeir geta sömuleiðis sprengt veggina í loft upp. Það er mikið stuð. Stærsti gallinn við það er hins vegar að spilarar ekki geta verið fleiri en tólf. Það er sex á móti sex, sem mér finnst leiðinlega og allt of lítið. Þá er búið að setja upp kerfi sem kallast Höfuðstöðvar, eða Headquarters, þar sem spilarar geta hitt aðra og jafnvel skorað á þá. Þegar ég byrjaði í fjölspiluninni var ég augljóslega nýgræðingur, en leikurinn setti mig í leiki með spilurum sem voru búnir að spila mikið meira en ég. Þar af leiðandi voru þeir yfirleitt með mun betri vopn og slíkt. Mér fannst það skrítið, að leikurinn skuli ekki hafa hent mér inn með byrjendum. Ekki misskilja mig. Ég er búinn að vera að standa mig með ágætum en það væri gaman að fá allavega einu sinni að rústa þessum guttum.Þá komum við að uppvakningunumAð berjast gegn hjörðum uppvakninga í Call of Duty hefur ekkert breyst frá árinu 2009. Spilarar drepa uppvakninga, fá pening, loka gluggum, drepa uppvakninga, fá pening, kaupa byssu af vegg, drepa uppvakninga, fá pening, opna hurð fyrir peninga og endurtaka. Þetta geta þeir gert upp á eigin spýtur og í sameiningu með vinum sínum og ókunnugum á netinu. Það sem hefur breyst er að mestu á yfirborðinu. Í COD-IW voru uppvakningarnir í skemmtigarði og útlitið var létt og allt í gríni. Nú erum við aftur komin að því að uppvakningarnir eru leynivopn nasista og allt er ljótt og myrkt.Séð þetta allt áður Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að Call of Duty WW2 sé besti COD leikur undanfarinna ára. Ég er hins vegar ekki alveg sannfærður. Þó ég hafi skemmt mér vel yfir fjölspiluninni og það hafi verið í fyrsta sinn í langan tíma sem ég geri það í COD-leik, er ég mun meiri sögukall, ef svo má að orði komast. Þó sagan hafi verið fín og allt það þá var hún leiðinlega stutt og þeir sem hafa spilað COD-leiki lengi hafa séð þetta allt áður. Það er í rauninni ekkert nýtt í leiknum. Þetta virkar allt alveg eins. Það er í raun erfitt að sjá einhvern mun á CODWW2 og COD Infinite Warfare, svo dæmi sé tekið, þó annar leikurinn gerist í seinni heimstyrjöldinni og hinn gerist í geimnum. Aðdáendur seríunnar munu þó án efa hafa gaman af leiknum og kannski sérstaklega fjölspiluninni, sem þetta er eiginlega farið að snúast um. Það er tikkað í öll box yfir hluti sem maður býst við frá Call of Duty leik en ekkert meira en það. Leikurinn er góður en helsta galla Call of Duty WW2 má eignlega útskýra með einu orði: „Meh“.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Shadow of War: Skemmtigarðurinn Mordor Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron. 22. október 2017 08:30 Gran Turismo Sport: Fallegur en innihaldsrýr pakki Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. 31. október 2017 14:30 Assassins Creed Origins: Mögulega flottasti leikur ársins Nýjasti leikur Assassins Creed seríunnar, sem hefur verið upp og niður síðustu ár, gæti verið upphafið af einhverju fallegu. 3. nóvember 2017 11:00 Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Shadow of War: Skemmtigarðurinn Mordor Hvern hefði grunað að það væri svona gaman að vera umkringdur af orkum og alls konar kvikindum í miðju yfirráðasvæði hins illa drottnara Sauron. 22. október 2017 08:30
Gran Turismo Sport: Fallegur en innihaldsrýr pakki Nýjasti leikurinn í hinni langvarandi bílaleikjaseríu, Gran Turismo Sport, kom út um miðjan mánuðinn og var það fyrsti GT leikurinn í fjögur ár. 31. október 2017 14:30
Assassins Creed Origins: Mögulega flottasti leikur ársins Nýjasti leikur Assassins Creed seríunnar, sem hefur verið upp og niður síðustu ár, gæti verið upphafið af einhverju fallegu. 3. nóvember 2017 11:00
Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00