Fjárfestar að missa þolinmæðina gagnvart Snapchat Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 13:22 Fyrirtækið tapaði rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna. Vísir/Getty Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira