Leiðtogarnir glíma við pólitískt púsluspil í dag Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Myndin er af Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata, Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og var tekin í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar. vísir/anton brink Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eiga í óformlegum viðræðum sínum á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar og hafa flestir ekki látið ná í sig í morgun. Flest bendir til að næst verði rætt um myndun stjórnar flokka með Sjálfstæðisflokknum en þar koma nokkrir möguleikar til greina. Sumir þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í morgun telja að aldrei hafi verið raunverulegur áhugi á myndun fjögurra flokka stjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata, hvorki innan Framsóknarflokksins og jafnvel Vinstri grænna. Vissulega yrði meirihluti slíkrar stjórnar tæpur og mikið traust hefði þurft að ríkja á milli flokkanna sem greinilega náðist ekki. Áhugi Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er augljós enda beindi hann því til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna að hefja viðræður við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist áhugi Sigurðar Inga minni á því að vinna með Viðreisn og enn minni að vinna með Miðflokknum. Bjarni hefur nokkra kosti til að skoða, meðal annars þann sem hér var nefndur að ofan sem hefði 35 þingmenn á bakvið sig. En hann gæti líka rætt við Samfylkinguna um myndun stjórnar með henni, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum sem hefði 34 þingmenn og jafnvel haft Viðreisn einnig með en slík fjögurra flokka stjórn hefði 38 þingmenn á bakvið sig. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kanna leiðtogarnir baklandið í flokkum sínum en næstu leikir velta á því hvort grunvöllur er til viðræðna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og þá með hverjum. Þar gæti líka verið tekist á um hver ætti að leiða slíkt samstarf, Katrín eða Bjarni. Hann gæti einnig kosið að ræða myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks, Flokks fólksins með 35 þingmenn eins ef Flokki fólksins yrði skipt út fyrir Viðreisn. En þá þyrfti Sigurður Ingi að láta af andstöðu sinni við samstarf með Miðflokknum og ekki er mikill áhugi á slíkri stjórn innan Viðreisnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Viðreisn var með þingflokksfund í morgun þar sem staða mála var rædd og Flokkur fólksins hefur boðað þingflokksfund klukkan fjögur í dag. Aðrir flokkar hafa ekki boðað þingflokksfundi eftir því sem fréttastofa kemst næst. Forseti Íslands mun væntanlega gefa formönnum svigrúm til þreifinga í dag og jafnvel á morgun áður en hann boðar þá til fundar við sig eða gefur einhverjum leiðtoganna umboð til myndunar stjórnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. 7. nóvember 2017 11:12
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00