Steldu stíl Dakotu Johnson Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 21:30 Leikkonan og fyrirsætan Dakota Johnson er hvað þekktust fyrir að leika Anastasiu Steele í kvikmyndunum Fifty Shades of Grey og Fifty Shades Darker, sem unnar eru uppúr samnefndum skáldsögum. Hún lauk nýverið við tökur á þriðju myndinni í seríunni, Fifty Shades Free, sem kemur í kvikmyndahús í febrúar á næsta ári, en nú ætlum við að einbeita okkur að fatastíl leikkonunnar.Fín í flauel Byrjum á kjólnum. Um er að ræða síðan, svartan flaueliskjól, en flauel er vinsælt efni um þessar mundir. Hægt er að fá svipaðan kjól og Dakota klæðist í Zöru. Sniðið er fallegt og klæðilegt og passar kjóllinn bæði hversdags og þegar á að gera sér glaðan dag.Flottur jakki Hægt er að fá þennan brúna gervifeld í H&M en hann er ansi svipaður jakkanum sem Dakota klæðist á myndinni hér fyrir ofan. Svo er ekki verra að jakkinn er hlýr, enda farið að kólna vel hér á landi.Skórnir skapa konuna Dakota velur þunga skó við vetrarfatnaðinn sinn, sem er alls ekki svo galið. Hjá Skór.is er hægt að fá keimlíka skó, en undirritaðri finnst þeir bæði töffaralegir og flottir - sérstaklega paraðir við gervifeld og flauelskjól.Fer ei langt án fylgihluta Dakota fullkomnar svo lúkkið með doppóttum sokkabuxum, dökkum sólgleraugum og fallegum hringum á fingrum. Hægt er að fá svipaðar nælon sokkabuxur í H&M en hringana fundum við á vefsíðunni velvet.is. Sólgleraugun fást síðan hjá Suitup Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni Fifty Shades Free. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Leikkonan og fyrirsætan Dakota Johnson er hvað þekktust fyrir að leika Anastasiu Steele í kvikmyndunum Fifty Shades of Grey og Fifty Shades Darker, sem unnar eru uppúr samnefndum skáldsögum. Hún lauk nýverið við tökur á þriðju myndinni í seríunni, Fifty Shades Free, sem kemur í kvikmyndahús í febrúar á næsta ári, en nú ætlum við að einbeita okkur að fatastíl leikkonunnar.Fín í flauel Byrjum á kjólnum. Um er að ræða síðan, svartan flaueliskjól, en flauel er vinsælt efni um þessar mundir. Hægt er að fá svipaðan kjól og Dakota klæðist í Zöru. Sniðið er fallegt og klæðilegt og passar kjóllinn bæði hversdags og þegar á að gera sér glaðan dag.Flottur jakki Hægt er að fá þennan brúna gervifeld í H&M en hann er ansi svipaður jakkanum sem Dakota klæðist á myndinni hér fyrir ofan. Svo er ekki verra að jakkinn er hlýr, enda farið að kólna vel hér á landi.Skórnir skapa konuna Dakota velur þunga skó við vetrarfatnaðinn sinn, sem er alls ekki svo galið. Hjá Skór.is er hægt að fá keimlíka skó, en undirritaðri finnst þeir bæði töffaralegir og flottir - sérstaklega paraðir við gervifeld og flauelskjól.Fer ei langt án fylgihluta Dakota fullkomnar svo lúkkið með doppóttum sokkabuxum, dökkum sólgleraugum og fallegum hringum á fingrum. Hægt er að fá svipaðar nælon sokkabuxur í H&M en hringana fundum við á vefsíðunni velvet.is. Sólgleraugun fást síðan hjá Suitup Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni Fifty Shades Free.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira