Akstursglaðir þingmenn skikkaðir á bílaleigubíla Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Ekki er gerður greinarmunur á bifreiðum. vísir/pjetur Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00
Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31