Samkeppnin nú þegar hafin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson fer með stóran hóp til Katar. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42
Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30