„Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður“ Benedikt Bóas skrifar 3. nóvember 2017 12:00 Jökull fagnaði platínusölunni ásamt Eið Smára og Sveppa meðal annars. Hljómsveitin Kaleo hefur nú náð árangri sem aðeins örfáir Íslendingar hafa náð áður og það er að ná platínusölu í Bandaríkjunum, á smáskífunni Way Down We Go. Aðeins Björk og Of Monsters and Men hafa afrekað það áður. „Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður. Það er alltaf sérstakt að fá platínuplötu en ég get alveg viðurkennt að það er extra sérstakt í Bandaríkjunum enda erum við búsettir þar og höfum verið mest í Ameríku síðustu þrjú ár eða svo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Það er óhætt að segja að íslenska hljómsveitin Kaleo sé búin að meika það í Ameríku.Sveitin er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Það var aldeilis ástæða fyrir Kaleo að fagna á uppseldum tónleikum sínum í New York 21. október sl. nánar tiltekið í Hammerstein Ballroom. Þá var þeim veitt platínuplatan en það þýðir að milljón eintök hafi verið seld af smáskífunni. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt. Frá Mosó til Ameríku Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hefur samið lög frá unga aldri og er sjálflærður á gítar. Davíð Antonsson er trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældir fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic Records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Way Down We Go en horft hefur verið á það ríflega 80 milljón sinnum á YouTube. Kaleo Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur nú náð árangri sem aðeins örfáir Íslendingar hafa náð áður og það er að ná platínusölu í Bandaríkjunum, á smáskífunni Way Down We Go. Aðeins Björk og Of Monsters and Men hafa afrekað það áður. „Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður. Það er alltaf sérstakt að fá platínuplötu en ég get alveg viðurkennt að það er extra sérstakt í Bandaríkjunum enda erum við búsettir þar og höfum verið mest í Ameríku síðustu þrjú ár eða svo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Það er óhætt að segja að íslenska hljómsveitin Kaleo sé búin að meika það í Ameríku.Sveitin er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Það var aldeilis ástæða fyrir Kaleo að fagna á uppseldum tónleikum sínum í New York 21. október sl. nánar tiltekið í Hammerstein Ballroom. Þá var þeim veitt platínuplatan en það þýðir að milljón eintök hafi verið seld af smáskífunni. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt. Frá Mosó til Ameríku Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hefur samið lög frá unga aldri og er sjálflærður á gítar. Davíð Antonsson er trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældir fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic Records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Way Down We Go en horft hefur verið á það ríflega 80 milljón sinnum á YouTube.
Kaleo Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira