Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 20:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. „Ég er nú ekkert sérstaklega bjartsýn á að slík samsetning, með eins manns meirihluta, væri vænleg til árangurs fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Honum kemur þó ekki á óvart að flokkarnir fjórir séu í stjórnarmyndunarviðræðum en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í dag. Sigmundur Davíð segist óttast að þessi naumi meirihluti, 32 þingmenn eða minnsti möguleiki meirihluti muni standa ríkisstjórninni fyrir þrifum. Í ótta við að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu muni enginn þora að taka erfiðar ákvarðanir, en að mati Sigmundar Davíðs sé erfitt að ráðast í umbætur þegar forðast er að taka erfiðar ákvarðanir. Hann segir þó að takist flokkunum að mynda ríkisstjórn voni hann að henni takist vel upp að stýra landinu. „En auðvitað, ef að þetta verður niðurstaðan er ekki annað að gera en að óska mönnum góðs gengis og að samfélagið komi sem best út úr því.“Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Vísir/ErnirSegir símtalið við Sigurð Inga hafa verið vinsamlegt Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að talsamband væri komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs, en samband þeirra hefur verið stirt eftir að sá fyrrnefndi sigraði þann síðarnefnda í formannskosningum Framsóknarflokksins á vormánuðum 2016. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær en möguleiki á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Fólks flokksins hafði verið í umræðunni áður en Katrínu var falið stjórnarmyndunarumboð. „Við ræddum aðeins stöðuna í pólitíkinni. Auðvitað alveg sjálfsagt mál eins og sakir standa að allir ræði saman. Ég hef alltaf verið til í að heyra í hverjum sem er í pólitíkinni,“ sagði Sigmundur Davíð, aðspurður um símtalið. Aðspurður hvort að einhvers konar samstarf á hægri vængnum hefði verið til umræðu svaraði Sigmundur Davíð því neitandi, en vildi ekki svara hvort að samstarf til vinstri hefði verið rætt í símtalinu. „Ég held að það sé best að láta vera að útlista nákvæmlega hvað fór okkar á milli að öðru leyti að því en að segja að þetta var vinsamlegt samtal,“ sagði Sigmundur Davíð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16