Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 16:58 Katrín ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. Vísir/Eyþór Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16