Spádómur frá árinu 2014 við það að rætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 15:00 Jose Altuve og Yuli Gurriel, leikmenn Houston Astros, fagna. Vísir/Getty Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum. Aðrar íþróttir Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira