Flúinn til Belgíu en sækir ekki um hæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Carles Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli en snýr ekki strax heim. vísir/afp Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira