Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Ritstjórn skrifar 17. nóvember 2017 09:45 Prada, Jane Birkin árið 1969, Gucci Glamour/Getty Frjáls klæðnaður, útvíðar buxur, mynstur og margt annað sem einkenndi sjöunda áratuginn hefur verið mjög áberandi á tískupöllunum síðustu árstíðir. Konur eins og Twiggy, Jane Birkin og Brigitte Bardot voru aðal tískufyrirmyndirnar á þessum tíma, ásamt rokkstjörnunum í The Rolling Stones. Á þessum tíma var mikið að gerast í tónlistar- og tískuheiminum og áhrifin mikil frá þessu áberandi fólki. Tónlistarheimurinn sótti innblástur í tískuheiminn og öfugt. Oft var ekki mikill munur á fatnaði kynjanna sem er einmitt það sem er að gerast í tískuheiminum í dag, en skilin á milli kynjanna eru hægt að þurrkast út. Stutt pils, útvíðar buxur, upphá stígvél og engar reglur eru orðin sem einkenna þennan stíl og gera enn í dag. Áhrifin frá tímabilinu eru óneitanlega mikil þegar horft er til tískuhúsanna Marc Jacobs og Gucci, og mun ekki líða á löngu þar til við sjáum þau í verslunum og á klæðaburði fólksins í kringum okkur. ChanelChanelAnita Pallenberg og Keith Richards árið 1969.Brigitte Bardot og Christian Kalt árið 1971.Twiggy fyrir Vogue árið 1967.Fyrirsætan Donyale Luna árið 1968.Marc Jacobs Mest lesið Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Viðskiptavinir í Mið-Austurlöndunum eyða helmingi meira á netinu Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour Kendall Jenner er Lísa í Undralandi fyrir Vogue Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour Gaf Balenciaga puttann Glamour Normcore auglýsingaherferð Balenciaga Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour
Frjáls klæðnaður, útvíðar buxur, mynstur og margt annað sem einkenndi sjöunda áratuginn hefur verið mjög áberandi á tískupöllunum síðustu árstíðir. Konur eins og Twiggy, Jane Birkin og Brigitte Bardot voru aðal tískufyrirmyndirnar á þessum tíma, ásamt rokkstjörnunum í The Rolling Stones. Á þessum tíma var mikið að gerast í tónlistar- og tískuheiminum og áhrifin mikil frá þessu áberandi fólki. Tónlistarheimurinn sótti innblástur í tískuheiminn og öfugt. Oft var ekki mikill munur á fatnaði kynjanna sem er einmitt það sem er að gerast í tískuheiminum í dag, en skilin á milli kynjanna eru hægt að þurrkast út. Stutt pils, útvíðar buxur, upphá stígvél og engar reglur eru orðin sem einkenna þennan stíl og gera enn í dag. Áhrifin frá tímabilinu eru óneitanlega mikil þegar horft er til tískuhúsanna Marc Jacobs og Gucci, og mun ekki líða á löngu þar til við sjáum þau í verslunum og á klæðaburði fólksins í kringum okkur. ChanelChanelAnita Pallenberg og Keith Richards árið 1969.Brigitte Bardot og Christian Kalt árið 1971.Twiggy fyrir Vogue árið 1967.Fyrirsætan Donyale Luna árið 1968.Marc Jacobs
Mest lesið Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Viðskiptavinir í Mið-Austurlöndunum eyða helmingi meira á netinu Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour Kendall Jenner er Lísa í Undralandi fyrir Vogue Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour Gaf Balenciaga puttann Glamour Normcore auglýsingaherferð Balenciaga Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour