The Economist: Strákarnir okkar eru skæruliðar fótboltans í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:30 "Skæruliðarnir okkar“ með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í fararbroddi. Vísir/Anton Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira